Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 76

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 76
266 JÓN IIELGASON ANDVARI og nú var líkinu snarað á reiðing og borið í kirkju á Ketu, er þangað kom. Enn höfðu Nesmenn ekki borið við að leita skipbrotsmanna eða líka við sjóinn og hafði þó annar Mallandsbænda brýnt fyrir Einari að ganga á fjörur jafnskjótt og birti af degi. En nú hóf Jón hrepp- stjóri Jónsson máls á því, að menn á þessum slóðum leituðu fyrir sínu landi, þar sem að sjó yrði komizt vegna kletta, og féllust Mallandsbændur á það. Héldu þeir þá þcgar fjórir saman út með sjó, cn þegar komið var á móts við Neðra- Nes, brá Jón breppstjóri sér þangað heim til þess að bafa tal af Einari I lalldórssyni. Virðist hann hafa veitt honum átölur fyrir það, að bann skyldi ekki hafa leitað með sjónum, en Einar bar sig aumlega og sagðist engan veginn hafa haft hug- rckki til þess að gera það einn. En nú var ekki undankomu auðið. Jón í Ketu tosaði bonum með sér til sjávar. A meðan þessu fór fram bafði Guð- mundur breppstjóri Eiríksson hafið leit við Húnsnes, ásamt Mallandsbændum. Fundu þeir þar fljótlega tvö lík við strönd- ina og gátu með naumindum náð þeim vegna sjávargangs. Litlu síðar fundu þeir önnur tvö og björguðu þeim einnig undan sjó. I_oks fundu þeir fimmta manninn skorðaðan í urðarklungri, og var það um svipað leyti og Jón kom með Einar Halldórsson í fjöruna. Nú voru allir mennirnir fundnir, og var því næst fyrir hendi að flytja líkin til kirkju í Ketu. Við það vildu brepp- stjórarnir vera vel liðaðir, og var Einar sendur upp að Efra-Nesi til þess að sækja Árna, er óðar gaf kost á aðstoð sinni, enda Jrótt faðir hans befði lagt svo fyrir, að hann kæmi vestur á Hólanes á föstu- dag eða laugardag. Loks var búið að safna saman þrettán mönnum, og hélt þá öll hersingin með líkin að Ketu. Fram til þcssa höfðu Skagamenn lít- inn sóma haft af viðbrögðum sínum, þegar svo langhraktir menn brutu skip sitt á boðunum við Húnsnes. Og nú var sem þeim þætti, að eitthvað yrði að gera til þess að rétta við álit byggðarlagsins. Hinir betri bændur í sveitinni kepptust við að láta í té líndúka til þess að breiða yfir ásjónur hinna dánu manna. Hins er aftur á móti ekki getið, hvort kistur voru gerðar að líkunum, þótt ekki sé það ólík- legt - í svo miklu rekaplássi sem þeir enduðu ævi sína. Yfirleitt má ætla, að Grímseyingarnir hafi fengið sómasam- lega útför, eftir því sem þá var tízka um sjórekna menn. Fatnaður sá, sem á lík- unum var, og rekald það, er bar upp á ströndina, nægði Hka fyrir líksöngseyri og legkaup, og varð þó nokkuð afgangs í þóknun banda þeim, er fóru í líkleit- ina. VII Um þessar mundir var Jcns Spendrup sýslumaður í Skagafirði. Hann bafði fljótt spurnir af því, að Nesmönnum myndi ekki hafa farizt sem skörulegast liðveizlan við skipbrotsmanninn, cr þeir fundu lifandi. Stefndi hann því til þings að Skefilsstöðum kringum þríhelgar um haustið og rannsakaði málið. Kom þá fram, auk þess sem bér hefur verið greint, að Einar í Neðra-Nesi hafði, þrátt fyrir allt, árætt um síðir að ganga á fjör- una, því að hann hafði hirt þar færa- flækju og hollenzkan hatt og fleira, er upp hafði borið úr skipi Grímseyinga, án þess að lýsa fundi sínum, svo sem honum bar að gera. Helzt var honum fært til afbötunar, bve bjargarlítill hann væri, auk þess sem hann bar það fyrir sig, að Herþrúður hefði ekki haldizt víð heimilið, ef Grímseyingurinn hefði verið færður heim að Neðra-Nesi. Þessar viðbárur dugðu samt ekki. Sýslumaður dæmdi sekt á þau Einar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.