Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 78

Andvari - 01.10.1960, Blaðsíða 78
FRIÐRIK ÓLAFSSON: Einn kemur öðrum meiri. Eins og mönnum cr í fersku minni tókst Lettlendingnum Michael Tal á þessu ári að hrífa heimsmeistaratitilinn í skák úr höndum Rússans Michaels Bot- vinniks, sigraði hann með töluverðum yfirburðum í einvígi, sem lyktaði 12V2:8V2. Ekki hefur Botvinnik látið hugfallast við við þessar ófarir, heldur þegar tilkynnt, að hann muni neyta enduráskorunarréttar síns, og fer seinni þáttur þessa hildarleiks að öllu forfallalausu fram i Moskvu í marzmánuði á næsta ári. Fæst þá úr því skorið, hvort hinum unga nýkrýnda kóngi skákheimsins tekst að halda sínum hlut til streitu eða Botvinnik að endurheimta titil sinn, og fer vart milh' mála, að þetta seinna einvígi verður mun skemmtilegra og tvísýnna en hið fyrra. Botvinnik er ekki í þeirri aðstöðu nú, sem hann var áður, hann hefur allt að vinna og engu að tapa, og má Tal ekki slaka mikið á, ef einvígið á að ganga honum að ósk- um. Þess er skemmst að minnast, að Bot- vinnik varð að sjá af titlinum í hendur landa sínum, Vasily Smyslov, um eins árs skeið (1957), en tókst síðan að endur- heimta hann, öllum til mikillar furðu. En Tal gengur þcss áreiðanlega ekki dul- inn, hverja raun hann á fyrir höndum, og af þeim orsökum og öðrum hljóta möguleikar hans að teljast meiri. Ætla ég hér á eftir að gera nánari grein fyrir þcirri skoðun jafnhliða því, sem ég lýsi skákstíl beggja keppenda og viðhorfi þeirra til skákarinnar. í þeirri hörðu samkeppni, sem nú ríkir í skákheiminum, skiptir afar miklu máli fyrir sérhvcrn skákmann, að hann sé rétt undirbúinn, þegar út í baráttuna er komið. Heilsa hans verður að vera í góðu lagi, taugarnar vel hvíldar og hugurinn fersk- ur og næmur. Ekki cr að efa, að Tal, sem aðeins er 24 ára að aldri, hefur í hendi sér að uppfylla þessi skilyrði, en hætt er við, að Botvinnik, sem þegar hefur að baki 30 ára þrotlausan skákferil, veitist erfiðara að skapa sér það sálarjafnvægi, sem með þarf. Hann er þegar kominn af bezta skciði scm skákmaður, taugarnar farnar að gefa sig vegna takmarkalausrar áreynslu, hugurinn varla jafn sveigjan- legur og áður og næmleikinn farinn að dofna. Aldursmunurinn gefur okkur þannig fremur ncikvæða mynd af ein- víginu, það minnir helzt á eldri mann, sem ver síðustu kröftum sínum til að verjast ásókn ungs og metorðagjarns manns. Væri Botvinnik gefin svo sem tíu ár af ævi sinni (eða sú geta, sem hann hafði mesta) mundi ég í miklum vafa um, hvorum þessara manna bæri að spá sigri, og mundi ég ekki síður halda fram hlut Botvinniks. Einvígi háð undir þessum kringum- stæðum væri ekki einungis fróðlegt fyrir þá sök, að þarna lciddu saman hesta sína tvö af stórveldum skákarinnar, heldur einnig vegna |tess, að þar væri um að ræða eins konar uppgjör tveggja and- stæðra skákstíla, varðir af hæfustu full- trúum sínum. Botvinnik og Tal hafa sem sé gjörólíkan skákstíl. Botvinnik er hinn sanni herstjórnarsnillingur (strategist) skákarinnar, hann leggur drögin að hern-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.