Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 98

Andvari - 01.10.1960, Side 98
288 IIELGI SÆMUNDSSON ANDVARI að tónakliðnum, svo að úr vcrður sam- ræmd heild, sem kallast skáldskapur. Hannes Pétursson lét sér ekki nægja að gera lesendum sínum til hæfis 1959 á sama hátt og fyrir fimm árum. Þess vegna er ,,í sumardölum" mesta afrek íslenzkrar Ijóðagerðar ársins, sem leið, en jafnframt og ekki síður fyrirhcit þess, að Hannes Pétursson haldi áfram að keppa við sjálfan sig í stað þess að hreiðra um sig á lár- berjum. Sii viðleitni er að vísu tvísýn, en hæfir skáldi, sem yrkir innan við þrítugt eins og margreyndur og langþjálf- aður meistari. Fylgiskjöl þessarar umsagnar skulu tvö kvæðin úr „1 sumardölum". Fyrst er Flug- vélar, sem ætti að vera í ástarljóðaflokkn- um, ef ég skil kvæðið rétt: Sólglampandi fiðrildi eru flugvélarnar á sumrin; flögra þær yfir fjöllunum: fagurbláum risaliljum íslands. Langt er til vetrar þegar vindurinn tekur að gnauða og þær fleygja sér þreyttar eftir ferð gegnum nóttina, ferð gegnum óveðrið í opinn og bjartan faðm flugvallanna. I kirkjugarði, Kristallar og Vísur um rjóðan munn keppa um fyrstu verðlaun aðdáunar minnar og viðurkcnningar. Ég verð að láta mér nægja að hampa Krist- öllum — rúmsins vegna: Þið brjótizt til valda í gömlum og gráum steinum, geislabjartir, fullir af djörfum hug, rekið dauðann, dautt grjótið á flótta cins og dagarnir víkja næturmyrkrinu á bug. Þið grafið ykkur dýpra og dýpra í harðar, dökkar fyllur steinanna — unz þær glitra! í ykkur stíga stjörnurnar niður til jarðar. Ljóðaþýðingar eru tungu okkar og menningu rík nauðsyn, en fleiri eru kall- aðir en útvaldir til þess vanda. Þóroddur Guðmundsson gaf út í fyrra þýðingu sína á tveimur ljóðaflokkum brezka skálds- ins Williams Blake í tveggja alda minn- ingu þess. Er hér ekki í lítið ráðizt, því að Blake mun óvenjulega vandþýddur. Þóroddi hefur þó yfirleitt sæmilega tek- izt, þó að víða sé Blake brugðið, orðskrúð lians máist í þýðingunni, skarpleiki hugs- unarinnar dofnar og hiti öfgakenndrar trúarvissu dvínar. Verst er samt, að við- kvæmasti og blæbrigðaríkasti skáldskap- ur þessara skrýtilegu kvæða misferst stundum í meðförunum. A ég þá ekki aðeins við ljóðaflokkana í bókinni, held- ur sér í lagi túlkun Þórodds á snilldar- kvæðinu Jerúsalem, sem hann tekur upp í ritgerð sína um Blake, ævi lians og skáldskap. Þar biður William Blake þess undurfögrum og víðfrægum orðum, að Jerúsalem verði endurreist í grænni sum- ardýrð Englands, en Þóroddur skilur ekki bænina og staðsetur hana í Miðjarðarhafs- botni sem sviplítil tilmæli. En þessar að- finnslur þurfa engan að undra. William Blake verður ekki túlkaður nema af inn- blásnum snillingi, mér kemur hclzt séra Matthías í hug, þó að lítt stoði að nefna hann fjörutíu árum of seint. Þóroddur Guðmundsson þarf enn mikillar æfingar í ljóðaþýðingum til þess að ráða við fjöl- brögðótta og tröllaukna anda. Hann ætti að glíma við einhverja af öllum hinum, meðan honum er að vaxa ásmegin. Mér finnst furða, að hann skuli sleppa fra Blake eins og raun hefur þó á orðið. Þór- oddur er seigur, og ritgerð hans að bókar- lokum hlýtur að teljast í góðu gildi, cf undan er skilin ljóðperlan um Jerúsalem- Hún kemst því miður ekki til skila. September 1960. \

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.