Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 32

Andvari - 01.10.1962, Síða 32
270 KRISTJÁN IIHKSI ÓLATSSON ANDVARl cr þó á engan hátt svo niikið sem gefið í skyn í frumtextanum. Þar er notað orðið hóll, en ekki haugur, og bendir það ótvírætt til þess, að hér sé ekki um dauðradýrkun að ræða. Sú skoðun, að álfarnir séu hinir dauðu, hefur verið býsna ahnenn, og sumir þeir aðhyllzt hana, sem þó telja landvættirnar vera annars og réttara eðlis. Höfuðstoð skoðunarinnar er frásögn Flateyjarbókar um Ólaf konung Guðröðarson, bróður Hálfdanar svarta, en hann var eftir dauða sinn blótaður til árs og nefndur Geirstaða- álfur. Snorri nefnir einnig Ólaf í Heims- kringlu og viðurnefni hans, en gctur þess ekki, að hann hafi verið blótinn. Emil Birkeli hefur kastað fram þeirri hugmynd, að viðurnefni sitt hafi Ólafur fengið í lifanda lífi, án sambands við nokkra dýrkun á honum. Hann bendir á, hve liðurinn -álf var algengur í ætt Ólafs; rnóðir hans var Álfhildur dóttir Alfarins konungs í Álfheimum. Hefur þá álfsnafn Ólafs verið einskonar gælu- nafn honum gefið sakir þessara ættar- banda.11) Þessi skýring er ekki óskemmti- leg, og illt er að afsanna hana með öllu, en fram hjá hinu verður þó ekki komizt, að Ólafur var dýrkaður, og er eðlilegast að setja nafn hans í samband við það. En þótt Ólafur væri dýrkaður dauður og nefndur álfur, er ekki þar með sagt að álfadýrkun hafi verið eiginleg dauðra- dýrkun. Ólafur og álfarnir eiga hins vegar það sameiginlcgt, að ráða árferði, Ólafur hefur hvað það snertir jafnazt á við álfa. Meginþýðingu fyrir trúna á Ólaf hefur staða hans og ætt. Idann var konungur, og meginhlutverk konunga var í heiðnum sið að sjá fyrir árferði og ársæld. Einkum er þetta einkennandi fyrir þá konungsætt, sem Ólafur var af, Ynglingaættina. Sú ætt var höfuðvígi hins guðlega konungdæmis á Norður- löndum, nátengd frjósemidýrkun Freys og urn leið að sjálfsögðu álfadýrkun. Ættin var rakin til frjósemiguðsins, kon- ungar af ættinni voru tengiliðir milli manna og goðheims, við helgiathafnir voru þeir fulltrúar guðsins og jafnvel staðgenglar. Ólafur hefur reynzt ársæll þegar lífs, og því skiljanlegt, að hann haldi þeim eiginleika eftir dauðann, og auðvitað í nánum tengslum við þær sömu goðaverur og hann fyrr var nálægastur, frjósemimáttarvöld ættarinnar. Lifandi var Ólafur ársæll sem álfur og vegna tengsla sinna við álfa, dauður verður ekki greint á milli hans og álfa.12) Frjósemihlutverk álfanna virðist þeirra þýðingarmesta og frumlægasta. Þeir höfðu áhrif á gróður jarðar og árgæzku. Eins og fyrr var getið, var þetta einnig hlutverk sumra landvætta, og oft er erfitt að skilja þær frá álfum. Ármaður Koðráns á Giljá er gott dæmi um veru með greini- legt álfaeðli, sem þó ekki er nefnd því nafni. Vel er hugsanlegt, að heitið land- vættir hafi stundum getað náð yfir álf- ana líka. En þó er rétt að gera skarpan fræðilegan mun á þessum tveimur teg- undurn goðvera. Landvættirnar eru fyrst og fremst tengdar landinu; þær eru eig- endur landsins og stjórnendur, sem taka verður fullt tillit til, þegar menn ætla að nytja landið. Trú á slíkar verur er algeng um alla norðanverða Evrasíu og Norðui- Ameríku og jafnvel víðar. Hreinast og í eðlilegustum myndum kemur hún fram, þar sem veiðar eru þeir atvinnuhættir, sem móta menningarlífið mest. Landvætta- trúin er sprottin upp úr hugsunarhætti og menningu veiðimannsins, en auðvitað getur hún lifað áfram við önnur menn- ingar- og atvinnulífsskilyrði, ekki sízt þar sem er ástatt eins og á Norðurlönd- um, að veiðar hafa alltaf verið þýðingar- mikill aukaatvinnuvegur og sett mark sitt á menningarheildina, jafnvel þótt aðrar greinir hafi orðið þýðingarmeiri.13)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.