Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 85
ANDVARI
HÓMER OG IIÓMERSÞÝÐINGAR
323
geymd haíði fengið honum í hendur, að
upp af spennunni milli skapandi list-
gáfu hans og hinnar fastmótuðu epísku
hefðar spratt nýtt verk og gamalt í senn.
Hér var á ferð snillingur, sem var frum-
legur, þó að hann stæði á gömlum merg.
Á bls. 164 tilfærir praeses stað úr
Odysseifskviðu, Od. XI. 609—612, þar
sem Sveinbjörn þýðir yytpo.-roí te Xéov-
teg, „glaseygð ljón“, en Voss, eins og
ég hef athugað, „grimmig funkelnde
Lövven", og Wilster, „Löver med ræd-
somt funklende Öjne“. Þýðing Svein-
bjarnar þykir mér sennilegt, að byggist
á skýringu við þenna stað í orðabók
Passows, sem svo hljóðar: „Eine be-
stimmte Farbe wurde durch yaiumóg
urspr. nicht bezeichnet: es ist unser
klardugig, altdeutsch glaraugig, wie die
Augen der katzenartigen Tiere u. der
Eulen“.
Á bls. 169 er tilfærð þýðing Svein-
bjarnar í lausu máli á Od. X. 84—86,
bæði yngri og eldri gerðin, sem talsverð-
ur munur er á. — Hér hefði átt að
benda á, að þessi munur stafar af breytt-
um skilningi Sveinbjarnar á frumtextan-
um, sem er torskilinn á þessum stað.
1 eldri gerðinni virðist Sveinbjörn hafa
fylgt Voss, að því er snertir skilning á
86. Ijóðlínunni:
áyyfig yúp vij/.tóc te xui f)[xaTÓc eiai
xékeufloi,
sem Voss þýðir:
„Denn nicht weit sind die Triften der
Nacht und des Tages entfernet".
En Sveinbjörn þýðir: „því dagbeitar-
löndin og nátthagarnir eru nálægt borg-
• •«
ínm .
í þýðingu Wilsters, útg. 1909, (endur-
skoðuð af prófessor Gertz), er 86. 1. þýdd
svo:
„Nattens og Dagens Baner er næmlig
nær ved hindanden". Þetta er sá skiln-
ingur, sem Sveinbjörn hefur aðhyllzt í
yngri þýðingunni. Passow skýrir þenna
stað einnig á sömu leið. Ilann segir:
xéXeoDoi voxTÓg te xai ijpuTog, die
Bahnen der Nacht und des Tages, auf
denen Nacht und Tag ihren wechseln-
den Kreislauf zu beschreiben scheinen“.
Á bls. 171 tilfærir praeses Od. I. 22—
23 og þýðingu Sveinbjarnar, bæði yngri
og eldri gerð:
’AXX’ ð uév AíDíojtag pet£xíuHe tt]XóÍI’
ÉóvTag,
Aiflío.'tag töI ór/ílú ðeðaíaTai, eo/utoi
dvðpöiv.
„En nú var Posídon farinn til hinna
fjarlægu Eþíópa, þeirra er (— eldri gerð:
til Æthíópanna, sem) deilast í tvo flokka
og búa yztir manna —
Hér mætti gera þá athugasemd, að
síðari þýðingin virðist fara mun betur
heldur en að tvítaka orðið „Eþíópar", þó
að það sé gert í frumtextanum. Slík end-
urtekning, epanalepsis, kemur t. a. m.
fyrir í 11. II. 671—673 og hefði mátt
benda á þann stað hér:
Nipeúg aú Só|xr|{)ev aye Tpelg vrjag éíoag,
N ipeog ’AyXati)g ólog Xapójtoió t’ avaxTog,
Nipeóg, og xáXXiaTog ávþp ójtö ’TXiov
fjXOev.
Og er þessi tvöfalda epanalepsis eins-
dærni hjá Hómer. Þýðing Sveinbjarnar
hljóðar svo: „Níreifur hafði þrjú jafn-
byrð skip frá Sýmey. Níreifur var sonur
Aglaju og Karóps konungs. Ntreifur var
fríðastur af öllum Danáum o. s. frv.“ —
Ilér hefur Sveinbjörn sem sagt haldið
endurtekningu frumtextans, enda er hún
mjög sérkennileg, og eins og áður segir
einsdæmi í Hómerskviðum. Er það að
líkindum einmitt þess vegna, að Svein-
birni hefur þótt rétt að halda henni.
Á bls. 175, miðri, ræðir praeses m. a.
um þýðingu Sveinbjarnar á orðasam-