Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 9
andvari
ÁRNI FRIÐRIKSSON
7
vaxtarhringur fjórða sumars var óeðlilega breiður. Þessi síld kom víða
fram, m. a. við Færeyjar, en ekki fannst þetta einkenni þó í þeim sýnis-
hornum, sem tekin voru við ísland.
I ritgerð, er Bjarni Sæmundsson skrifaði i Andvara árið 1906, kemst
hann að þeirri niðurstöðu, að við ísland séu tveir síldarstofnar: vorgots-
síld og sumargotssíld, og staðfesti danski fiskifræðingurinn A. C. Johan-
sen þetta í ritgerðum, sem komu út árin 1919 og 1921.
Bjarni Sæmundsson byrjaði að ákveða aldur síldar hér við land árið
1911, og komu rannsóknir hans vel heim við niðurstöður Norðmanna.
Þegar Arni Friðriksson hóf rannsóknir sínar, var þekking okkar á ævi-
ferli síldarinnar hér við land í meginatriðum sú, að hér væru tvö síldar-
kyn, i'orgotssíld, er hrygndi í 5-6°C heitum sjó frá jafndægrum til apríl-
loka, og sumargotssíld, er hrygndi í 8-9°C heitum sjó frá miðjum júlí til
ágústloka, en lirygningarstöðvar voru óþekktar í smáatriðuin. Talið var,
að þær væru á 100-200 m dýpi í heita sjónum við Suður- og Suðvestur-
land.
Að lokinni hrygningu leituðu báðir stofnarnir síðan í ætisleit í kalda
sjóinn við Norður- og Norðausturland og voru uppistaðan í veiðunum þar,
cn á fyrstu þrem áratugum þessarar aldar jókst síldaraflinn allverulega.
Arið 1903 var heildaraflinn 5 þúsund tonn, og þar af var afli Islendinga
aðeins 860 tonn, en árið 1931 var aflinn kominn upp í 102 þúsund tonn,
og af því veiddu íslendingar 70 þúsund tonn.
Árni Friðriksson dregur fram það sem vitað var um hrygningarstöðvar
vorgotssíldarinnar í riti sínu Norðurlands-síldin (1944, bls. 216).
,,(1). Síldin hrygnir í heita sjónum fyrir sunnan landið á svæðinu frá
Eystra Horni að Reykjanesi, og ef til vill alla leið vestur á Breiðafjörð
(B. Sæm. 1926), en líklega einkum þar sem heitast er við s-ströndina
(Táning 1936). Hún hrygnir snemma á vorin, í febrúar-apríl (B. Sæm.
1926 o. fl.), en líkliega er hrygningunni að mestu leyti lokið í apríl (Táning
1936). Hrygningiri fer að öllum líkindum fram innan við 75 m dýpi og
ef til vill einkum kringum 50 m dýptarlínuna (Táning 1936). Að öðru
leyti eru hrygningarstaðirnir óþekktir.
(2). Eftir að lirfurnar hafa klakizt úr eggi (eggin botnlæg), færast þær
smám saman (Táning 1936) upp að yfirborði og berast þá með straumunum
vestur og norður fyrir landið. Uppeldisstöðvarnar eru fyrstu árin í fjörð-
um og álum vestan, norðan og ef til vill austanlands (Jespersen 1920).
Síðan er ungsíldin hingað og þangað um landgrunnið, en blandast full-