Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 65
ANDVARI SVÍNASKÁLABÓNDI SEGIR TÍÐINDI 63 hverju skotfærunum var ábótavant. Þeir hafa selt allt rengið landsmönnum, og enda flutt á gufuskipinu til þeirra, sem beiðst hafa.“ Þrátt fyrir allan þann fjölda hvala sem skotinn var og ekki náðist, var þetta talið dágott aflasumar, og gerðu eigendur sér vonir um bærilegan afrakstur, ef ekkert sérstakt kæmi fyrir. En nú steðjuðu óhöppin að. Hinn 7. október hafði Norðanfari þessar fréttir að færa: „Nóttina milli þess 12. og 13. f. m. hafði á Seyðisfirði komið, sem hér, mikið norðanveður, sem sleit upp tvö skip hvalaveiðimannsins Roys, fyrst gufuskipið, er rak að landi niður undan Vestdal, hvar brotnaði gat á það og fylltist af sjó; skipverjar, sem allir voru syndir, fengu með herkjum bjargað sér í land. Hitt skipið var nýkomið frá Englandi hlaðið með kol; það rak upp að gufuskipinu og sökk þar á kaf framan við marbakkann. Mennirnir komust með illan leik, sumir hálfnaktir, því allir höfðu verið í sofum, upp á hitt skipið og svo í land. Kolaskipið hafði verið ábyrgt, en hitt ekki.“ Enn segir í bréfi til Norðanfara, rituðu í nóvembermánuði: „Hvalaveiðimennirnir á Vestdalseyri eru nú nýfarnir til Englands. . . . Aldrei varð af því, að þeir bræddu rengi og þvesti í sumar eða möluðu hvalbein, því bræðslu- og mölunarvélin, sem þeir bjuggu um í einni Vestdalseyrar búðinni, dugði þeim ekki svo vel. Bræddu þeir jafnan hval sinn úti á skipi í kötlum. Allmikill matur hefur komið af hvölum þeirra í sveitirnar; þó hefur ógrynni þvesti, innyfli og beinaskurður að engu orðið, úldnað og drafnað niður í fjöruna í Seyðisfirði eða flækst út um allan sjó; hafa sveitarmenn eigi komist yfir að nýta sér þetta í tíma, þó eigendur hefðu leyft, og því síður menn í fjarlægum sveitum um hjálpræðistímann.“ VI Þrátt fyrir áföllin í vertíðarlok 1865 voru þeir Roys og Lilliendahl ekki af baki dottnir. Nú undirbjuggu þeir næstu vertíð og höfðu stærri áform á prjón- unum en nokkru sinni fyrr. Að þessu sinni skyldu þrjú gufuskip stunda veiðarn- ar frá Seyðisfirði. Liteno var tréskip, fyrrverandi skonnorta, sem breytt hafði verið í gufuskip. Og í Glasgow hlupu af stokkunum tvö járnskip, búin gufuvél- um, Steypireyður og Vigilant, bæði nákvæmlega eins, smíðuð eftir sömu teikningu. Síðastnefnda skipið var eign útgerðarfélagsins Henderson, Anderson & Co. í Liverpool, en skipstjóri var Henry Roys og skipið rekið sem hluti af hvalveiðiútgerð Bandaríkjamanna á Seyðisfirði. Öll sigldu skip þessi undir dönsk- um fána. Af heimildum virðist mega ráða, að hvalveiðiskipið Reindeer hafi ekki komið til Seyðisfjarðar árið 1866. Ætlunin virðist hafa verið að bræða spikið jöfnum höndum í bræðslunni í landi og um borð í skipunum Steypireyði og Vigilant. Sett hafði verið upp í þeim báðum mjög kostnaðarsöm gufubræðsla, sem mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.