Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 38
36 LUDVIG HOLM-OLSEN ANDVARI Rannsóknir Hallvards Lie á Heimskringlu snerta aðeins ákveðna þætti í list Snorra. Hins vegar bregða nærfærnar athuganir hans upp lifandi mynd af Snorra sem skapandi listamanni. Sigurður Nordal gefur víðari sýn í bók sinni um Snorra Sturluson. Ég get ekki leyft mér að fjalla sérstaklega um þá bók, en ég fæ naumast haldið áfram för minni án þess að minnast glæsilegrar greinargerðar hans um „samræmið milli vísinda og listar“ í verkum Snorra. Rannsóknir fræðimanna á Heimskringlu hafa rýrt gildi hennar sem sagn- fræðilegs heimildarrits, og Snorri Sturluson hefur sífellt komið skýrara í ljós sem skapandi listamaður. En hvað eigum við að halda um afstöðu hans sjálfs til verka sinna, til aðferðar þeirrar, er hann beitti sem sagnaritari? 1 prologus Heimskringlu lýsir hann sjálfum sér sem hlutlægum og gagnrýnum fræðimanni. Hann segir ekki berum orðum, að hann leiti alls sannleikans og einskis nema sannleikans, eins og margir sagnfræðingar miðalda gera. Engu að síður er það fullljóst af orðum hans að dæma, að hann vill leitast við að gefa sanna mynd af fortíð sinni með því að nota traustar heimildir og taka sér til fyrirmyndar það sem hann þekkti best í sagnfræði. En hvernig er þá unnt að skýra það, að megnið af því, sem hann lætur frá sér fara, er það sem við köllum nú skáldskap? Snorri leitar þess, sem gerðist í raunveruleikanum, og hann fann ýmsar sögu- legar staðreyndir. Snorri spyr, eins og allir sagnfræðingar gera: hvers vegna gerð- ist þetta, hver var orsökin og hver var tilgangurinn? Og hann svarar þessum spurningum. En hann svarar ekki með því að setja fram kenningar og velta hlut- unum fyrir sér, eins og sagnfræðingar gera nú. Svar hans felst í frásögnum hans af atburðunum. Hann semur inngang að atburðunum, býr til samtöl og semut' ræður. Þar sem heimildir þrýtur, semur hann sjálfur og getur í eyðurnar, skapar grundvöllinn að atburðunum og skýrir samhengi þeirra. Á þennan hátt segir hann okkur sögu konungsættarinnar, og framvindan og orsakasamhengið verður trúverðugt og sannfærandi og persónurnar lifandi og sannar. Þetta tekst honum með því, að hann sér persónur og atburði í einni heild- arsýn. Gustav Storm notaði orðið skáldgáfa. Það orð á vel við um starfsaðferðir Snorra. Við köllum hann gjarna sagnfræðing og listamann. En Snorri hefði sjálfur ekki fallist á slíka nafngift og enn síður skilið hana. Ég held, að rússneski fræði- maðurinn Steblin-Kamensky sé á réttri leið, þegar hann segir, að í augum höf- unda sagnanna hafi sögulegur sannleikur og listrænn sannleikur verið eitt og hið sama. Við getum ekki dregið í efa, að það sem þeir leituðust við var að opna sér leið til fortíðarinnar, varpa ljósi á hulda staði og leysa óráðnar gátur. Þegar Heimskringla er nú enn komin út í nýrri þýðingu, eignast Snorri þúsundir nýrra lesenda. Þeir lesa ekki konungasögur hans eins og Norðmenn gerðu á fyrri öldum, þegar biblían og Heimskringla stóðu hlið við hlið í bókahillunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.