Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 38
36
LUDVIG HOLM-OLSEN
ANDVARI
Rannsóknir Hallvards Lie á Heimskringlu snerta aðeins ákveðna þætti í list
Snorra. Hins vegar bregða nærfærnar athuganir hans upp lifandi mynd af Snorra
sem skapandi listamanni.
Sigurður Nordal gefur víðari sýn í bók sinni um Snorra Sturluson. Ég get
ekki leyft mér að fjalla sérstaklega um þá bók, en ég fæ naumast haldið áfram
för minni án þess að minnast glæsilegrar greinargerðar hans um „samræmið milli
vísinda og listar“ í verkum Snorra.
Rannsóknir fræðimanna á Heimskringlu hafa rýrt gildi hennar sem sagn-
fræðilegs heimildarrits, og Snorri Sturluson hefur sífellt komið skýrara í ljós sem
skapandi listamaður. En hvað eigum við að halda um afstöðu hans sjálfs til verka
sinna, til aðferðar þeirrar, er hann beitti sem sagnaritari?
1 prologus Heimskringlu lýsir hann sjálfum sér sem hlutlægum og gagnrýnum
fræðimanni. Hann segir ekki berum orðum, að hann leiti alls sannleikans og
einskis nema sannleikans, eins og margir sagnfræðingar miðalda gera. Engu að
síður er það fullljóst af orðum hans að dæma, að hann vill leitast við að gefa
sanna mynd af fortíð sinni með því að nota traustar heimildir og taka sér til
fyrirmyndar það sem hann þekkti best í sagnfræði. En hvernig er þá unnt að
skýra það, að megnið af því, sem hann lætur frá sér fara, er það sem við köllum
nú skáldskap?
Snorri leitar þess, sem gerðist í raunveruleikanum, og hann fann ýmsar sögu-
legar staðreyndir. Snorri spyr, eins og allir sagnfræðingar gera: hvers vegna gerð-
ist þetta, hver var orsökin og hver var tilgangurinn? Og hann svarar þessum
spurningum. En hann svarar ekki með því að setja fram kenningar og velta hlut-
unum fyrir sér, eins og sagnfræðingar gera nú. Svar hans felst í frásögnum hans
af atburðunum. Hann semur inngang að atburðunum, býr til samtöl og semut'
ræður. Þar sem heimildir þrýtur, semur hann sjálfur og getur í eyðurnar, skapar
grundvöllinn að atburðunum og skýrir samhengi þeirra.
Á þennan hátt segir hann okkur sögu konungsættarinnar, og framvindan og
orsakasamhengið verður trúverðugt og sannfærandi og persónurnar lifandi og
sannar. Þetta tekst honum með því, að hann sér persónur og atburði í einni heild-
arsýn. Gustav Storm notaði orðið skáldgáfa. Það orð á vel við um starfsaðferðir
Snorra. Við köllum hann gjarna sagnfræðing og listamann. En Snorri hefði sjálfur
ekki fallist á slíka nafngift og enn síður skilið hana. Ég held, að rússneski fræði-
maðurinn Steblin-Kamensky sé á réttri leið, þegar hann segir, að í augum höf-
unda sagnanna hafi sögulegur sannleikur og listrænn sannleikur verið eitt og hið
sama. Við getum ekki dregið í efa, að það sem þeir leituðust við var að opna sér
leið til fortíðarinnar, varpa ljósi á hulda staði og leysa óráðnar gátur.
Þegar Heimskringla er nú enn komin út í nýrri þýðingu, eignast Snorri þúsundir
nýrra lesenda. Þeir lesa ekki konungasögur hans eins og Norðmenn gerðu
á fyrri öldum, þegar biblían og Heimskringla stóðu hlið við hlið í bókahillunni