Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 79
andvari
í MINNINGU GUTTORMS
77
með sambræðslu enskrar og íslenskrar merkingar orða að smíða baneitruð skeyti
eins og í pólitískri ádeilu sinni „Gömlu flokkarnir“:
Fylgi sníkja flokkar tveir,
fárra en rikra vinir.
Plata, svíkja og pretta þeir
pólitíkarsynir.
„Pólitíkarsonur" er nógu sakleysislegt íslenskt orð um stjórnmálastreðara, en
þegar gegnum það skín merking einhvers svívirðilegasta skammaryrðis á enska
tungu „son of a bitch“ fer gamanið allt að grána.
„Húmor“ er í sjálfu sér álíka illskilgreinanlegt hugtak og „gott“.
Það sem öðrum vekur gaman lætur hinn ósnortinn og það sem mér þykir „gott“
getur þér þótt „vont“.
Gamansemi Guttorms felst oft í dálítið fáránlegum ýkjum ellegar þversögnum
sem birta hlutina í nýju og óvæntu ljósi svo að jafnvel hversdagsleg atvik og að-
stæður orka fersk og nýstárleg.
Einn þáttur gamansemi er fólginn í því að koma á óvart, birta skyndilega eitt-
hvað annað en lesandi eða hlustandi vænti, brjóta þannig vanabundna hugsun og
skapa ný og óvænt hugrenningatengsl.
Bestu gamanvísur og skopkvæði Guttorms hafa þannig oft víða heimspekilega
skírskotun, gera lítið atvik að altækri sammannlegri reynslu. Tökum sem dæmi
„Vinnan“:
Líkamleg vinna, völd ad andans kvöl,
verdur á stundum ennþá meira böl:
sálarmord inni í niðurníddu hreysi.
- Verst af öllu er að verða sjálfs sín gröf.
Vinnan er fyrst og síðast hermdargjöf
nema sem hvíld á eftir iðjuleysi.
Auk gamankvæðanna má telja að list Guttorms rísi hæst í ýmsum náttúruljóða
hans.
Nú eru náttúrulýsingar og náttúrulýrik ofnar í ýmis metnaðarmikil hátíðar-
ljóð og hyllingarkvæði Guttorms. Svo er um hið alþekkta kvæði „Sandy Bar“ þar
sem örlagasaga fyrstu landnemanna íslensku brennur í blóði skáldsins. Sama á
við um glæsilega, hornablásturskennda rímþraut hans til lofs og dýrðar „Nýja
Islandi“ er hefst svo:
Byggðin ertu mesta, hin bezta og stærsta,
byggðin ertu helzta, hin elzta og kœrsta,
fegurst áttu kvœði og fræði og hljóma,
fuglasöngvabólið og skjólið þins blóma.