Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 46
44 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI alla hluta lagsins án söngraddar og lagði í það allt, sem hann átti. Hann varð djúpt snortinn af þessari tónsmíð.“ Spaun sendi „Álfakónginn“ til útgefandanna „Breitkopf og Haertel" í Leipzig í von um, að þeir fengjust til þess, sem starfsbræður þeirra í Vínarborg skirrðust við, að gefa lagið út. Er til af því önnur saga: „Forstöðumaður fyrirtækisins leit lagið óhýru auga, taldi, að hér væri brögð í tafli og ætti að hrella Franz Schubert konsertmeistara í Dresden, sem var miklu þekktari maður en alnafni hans í Vínarborg, höfundur lagsins. Var konsertmeist- aranum sent lagið til athugunar og umsagnar, og var svarið frá honum á þá leið, að hann hefði aldrei samið þessa „kantötu", sem hann kallaði svo, og mundi gera sér far um að hafa upp á þeim, sem komið hefði klastri þessu á framfæri í því skyni að ófrægja nafn sitt.“ Slíkum og þvílíkum viðbrögðum átti Schubert að venjast, en tók þeim oftast með jafnaðargeði, nema þegar útgefendur komu óheiðarlega fram við hann. Gikks- hátt Breitkopfs og asnaspark konsertmeistarans gátu þeir Spaun og Schubert látið sér í léttu rúmi liggja. Verri var sú móðgun, sem þeir urðu að þola af Goethe sjálfum, skáldinu, sem Schubert mat mest, hreifst af og helgaði háfleygustu söngva sína. Spaun var einnig hér hvatamaðurinn og skrifaði Goethe hátíðlegt bréf með 16 völdum sönglögum við ljóð skáldspekingsins, þeirra á meðal „Álfakónginn", „Grétu við rokkinn“, „Heiðarrósina“ og „Næturljóð vegfarandans" (Wanderers Nachtlied), og fór þess á leit við skáldið, að það liti á þessi lög og gæfi leyfi til þess, að tónskáldið tileinkaði hans hágöfgi þau. Goethe svaraði ekki þessu bréfi og endursendi lögin, óséð. Um þetta leyti, 1815, bar fundum þeirra Franz von Schobers og Franz Schuberts saman. Schober hafði heyrt söngva Schuberts í húsi Josephs Spauns í Linz og var ákveðinn í því að kynnast höfundi þeirra, svo mikil áhrif höfðu þeir á hann. Hann gerði sér ferð til Lichtenthal í skólann, þar sem Schubert sat yfir nemendum sínum. Þeir voru ólíkir menn, Schober og Schubert, Schober skraf- hreifinn heimsmaður, Schubert orðfár og hlédrægur. En andstæðurnar mætast og dragast hvor að annarri samkvæmt náttúrulögmálinu, og urðu þeir hálfnafnarnir fljótt vinir og svo nánir, að Schubert eignaðist aldrei betri vin en Schober. Schober þekkti sinn vitjunartíma. Hér varð að leysa nýjan Orfeus úr álögum. Honum tókst að losa Schubert úr prísundinni, bauð honum að búa hjá sér og borða, og þáði Schubert það, alfeginn. Hann hafði um þessar mundir sótt um stöðu sem músík- kennari í Laibach, líklega í von um að verða fær um að sjá fyrir Therese, ef hún yrði hans, en var synjað, þrátt fyrir meðmæli Salieris. Það var máske eins gott, því nú, árið 1816, hefst nýtt æviskeið. Schubert er orðinn frjáls listamaður með fátæktina að fylgikonu. Hann er mjög upp á vin sinn Schober kominn og gustuka- maður hans, en sambúð þeirra er góð. Schubert lætur hendur standa fram úr ermurn, semur og skrifar niður hvert söngverkið af öðru, kórverkin „Stabat mater“ og Messu í C-dúr, sönglögin „Prometheus“ (við ljóð Goethes) og „Der Wanderer“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.