Andvari - 01.01.1980, Page 46
44
ÁRNI KRISTJÁNSSON
ANDVARI
alla hluta lagsins án söngraddar og lagði í það allt, sem hann átti. Hann varð
djúpt snortinn af þessari tónsmíð.“
Spaun sendi „Álfakónginn“ til útgefandanna „Breitkopf og Haertel" í Leipzig
í von um, að þeir fengjust til þess, sem starfsbræður þeirra í Vínarborg skirrðust
við, að gefa lagið út. Er til af því önnur saga:
„Forstöðumaður fyrirtækisins leit lagið óhýru auga, taldi, að hér væri brögð
í tafli og ætti að hrella Franz Schubert konsertmeistara í Dresden, sem var miklu
þekktari maður en alnafni hans í Vínarborg, höfundur lagsins. Var konsertmeist-
aranum sent lagið til athugunar og umsagnar, og var svarið frá honum á þá leið,
að hann hefði aldrei samið þessa „kantötu", sem hann kallaði svo, og mundi gera
sér far um að hafa upp á þeim, sem komið hefði klastri þessu á framfæri í því
skyni að ófrægja nafn sitt.“
Slíkum og þvílíkum viðbrögðum átti Schubert að venjast, en tók þeim oftast
með jafnaðargeði, nema þegar útgefendur komu óheiðarlega fram við hann. Gikks-
hátt Breitkopfs og asnaspark konsertmeistarans gátu þeir Spaun og Schubert látið
sér í léttu rúmi liggja. Verri var sú móðgun, sem þeir urðu að þola af Goethe
sjálfum, skáldinu, sem Schubert mat mest, hreifst af og helgaði háfleygustu söngva
sína. Spaun var einnig hér hvatamaðurinn og skrifaði Goethe hátíðlegt bréf með
16 völdum sönglögum við ljóð skáldspekingsins, þeirra á meðal „Álfakónginn",
„Grétu við rokkinn“, „Heiðarrósina“ og „Næturljóð vegfarandans" (Wanderers
Nachtlied), og fór þess á leit við skáldið, að það liti á þessi lög og gæfi leyfi til
þess, að tónskáldið tileinkaði hans hágöfgi þau. Goethe svaraði ekki þessu bréfi og
endursendi lögin, óséð.
Um þetta leyti, 1815, bar fundum þeirra Franz von Schobers og Franz
Schuberts saman. Schober hafði heyrt söngva Schuberts í húsi Josephs Spauns
í Linz og var ákveðinn í því að kynnast höfundi þeirra, svo mikil áhrif höfðu þeir
á hann. Hann gerði sér ferð til Lichtenthal í skólann, þar sem Schubert sat yfir
nemendum sínum. Þeir voru ólíkir menn, Schober og Schubert, Schober skraf-
hreifinn heimsmaður, Schubert orðfár og hlédrægur. En andstæðurnar mætast og
dragast hvor að annarri samkvæmt náttúrulögmálinu, og urðu þeir hálfnafnarnir
fljótt vinir og svo nánir, að Schubert eignaðist aldrei betri vin en Schober. Schober
þekkti sinn vitjunartíma. Hér varð að leysa nýjan Orfeus úr álögum. Honum tókst
að losa Schubert úr prísundinni, bauð honum að búa hjá sér og borða, og þáði
Schubert það, alfeginn. Hann hafði um þessar mundir sótt um stöðu sem músík-
kennari í Laibach, líklega í von um að verða fær um að sjá fyrir Therese, ef hún
yrði hans, en var synjað, þrátt fyrir meðmæli Salieris. Það var máske eins gott,
því nú, árið 1816, hefst nýtt æviskeið. Schubert er orðinn frjáls listamaður með
fátæktina að fylgikonu. Hann er mjög upp á vin sinn Schober kominn og gustuka-
maður hans, en sambúð þeirra er góð. Schubert lætur hendur standa fram úr
ermurn, semur og skrifar niður hvert söngverkið af öðru, kórverkin „Stabat mater“
og Messu í C-dúr, sönglögin „Prometheus“ (við ljóð Goethes) og „Der Wanderer“