Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 129

Andvari - 01.01.1980, Page 129
ANDVAHI TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM 127 sig, og hefur að öðru hvörju þjónað of ákaft eftir sínu lundarlagi, er síðan farinn að slá slöku við, er mesti góð- gjörðamaður, býr á gestgangsplátsi, og rnunu of margir viljugir að víkja hönum á glasinu, hvaðan mein hans kemur, en þolir það hvörki uppá heilsu eða geðsmuni. Hann á 8 börn, það elzta 12 ára. Af þeim styrki eg 1, sem er í fóstri. Von á því 9da í haust, þá Jakobína mín kom þangað. Síðan hefi eg ekki þaðan frétt. Hann segir ekki mikið frá sínum högum, kemur hér skjaldan sem aldrei. Sr. Hallgrímur á hjá hönum talsverða peninga. Þegar hann flutti sig hér aust- ur, studdi eg hann töluvert, tegund líka síðan, og ekki óhagkvæmlega. Eg get hönum ekki meira bjargað, nema það sem eg er frá Grænavatni smátt og smátt að tína að hönum sína litlu arfs von. Þetta verður að fela góðum guði á vald. Mikið vel og forundrunarlega finnst mér hann Bjarni minn á Vöglum fari að ráði sínu, og hann blessast. Sr. Jón á Skorrastað: Jón Hávarðsson prestur á Skorrastað 1828-58 og í Heydölum 1858 -68. [Sumarið 1858, ódagsett.] Elskulegi tengdasonur. Jeg þakka þér allra ástsamlegast elskulegt bréf af 20ta Maji, sem eg með- tók 2. Júní næstl. Bréfið var fróðlegt og hafði margt það inni að halda, sem mig gladdi, t. a. m. allar andlegar og líkhamlegar framfarir minna elskuðu Mývetninga. Ó! hvað gleðilegt er það ekki, þar manneskjunni er það gefið að geta lært so lengi hún lifir, að einn læri af öðrum, og hinir eldri og burtdánu geti frætt hina yngri og eftirlifandi. Það er fagurt eftir mínum þanka að geta verið frumkvöðull að slíku, en það finnst mér so vandasamt, að það sé valla einstök- um manni reynandi, nema hann hafi þá sigursæld sér gefna, að margir verði honum samtaka, en þar er að vona það rætist, að gott málefni sé sigursælt. Hinn pósturinn, viðvíkjandi Einari í Haganesi, var og er allur ógleðilegri. Eg þekkti hann frá því hann var hjá mér vinnumaður í Reykjahlíð, hefi átt bréfa- skipti við hann hér að austan, og mun honum hafa þókt eg nógu harðorður, eg hugsaði ekki urn of, og ekki fannst föður hans sál. það, sem heyrði bréfs- innihaldið gegnum Pétur í Hlíð, hvörj- um eg sendi það opið. Náðarsamlega leysti herrann Gamal- íel sál. og þá Sigríði konu Einars, sem átt hefur margan dag óskemmtilegan. Já, mikið hefur Einar sjálfur liðið, sem borið hefur í brjósti sér alla þá stóru óánægju, öfuglyndi og amasemd, sem þaðan hefur útflotið. Máske hann linist nú og taki því ljúft, að börnunum verði ráðstafað til annarra. Eg ætla valla að gjöra ráð fyrir so manngjörnu kven- fólki, sem renni að Einari með hans búshag. Það gladdi mig, að ferð þín í Húnavatnssýsluna féll þér öll til sóma, og fer Sr. Þorsteinn á Hálsi fögrum orð- um um það, en þungan sting fengum við af sögunni um tilfelli Sr. Sigfúsar okk- ar, og veikleika hans síðan, sem þar af hefur stafað. Missir hefði hans ungu verið stór að hönum. So glaðir sem menn vóru í anda yfir góðviðrunum, sem so oft voru síðast- liðinn vetur, so hart og bágt hefur vorið reynzt. Fyrir uppstigningardag komu bruna norðanveður, sem hvíldarlaust viðvöruðu fram yfir hvítasunnu. Lítill snjór kom hér, en feikimikill í Héraði, þá voru fáir dagar blíðir um Trinit., en síðan komu rigningar, sem hvíldarlítið fram héldu allt að Jónsmessu, þó yfir- tæki nóttina millum 14da og 15da Júní, þá var hér sú úrkoma, að það heyrðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.