Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 51
ANDVARI
FRANZ SCHUBERT
49
Þessi litla orðsending lýsir vel barnalegri gamansemi höfundarins og gleði
hans á þeirri stund, er hann gerði lagið um silunginn litla, sem vondur veiðimaður
ginnir til að láta veiða sig. Líkt og veiðimaðurinn gerði silungspollinn gruggugan,
ataði og Schubert sjálfur lagið út með bleki, þó ekki svo blökku, að vinur hans
gæti ekki veitt söngsilunginn upp úr því.
„Silungskvintettinn“ er eitt af kunnustu kammertónverkum Schuberts og er
talinn merkisteinn í tónskáldskaparsögu hans. Hann á þá eftir ólifuð aðeins 10 ár,
hin þyngstu, en jafnframt mikilvægustu ár ævinnar. Hann er fullveðja í list sinni,
hefir þegar sarnið 6 sinfóníur, 14 kvartetta, 13 píanósónötur, 4 sónötur fyrir fiðlu
og píanó, 4 Messur, tónlist við 10 söngleiki og um 400 sönglög (þau urðu um 600
áður en ævi hans lauk). Og fer nú senn nýtt æviskeið í hönd.
Schubert er enn á hrakhólum, og skjóta vinirnir skjólshúsi yfir hann. Arið
1819 flytur hann til síns eldra þunglynda vinar, skáldsins Mayrhofers, sem síðar
fyrirfór sér. Hann átti heima í miðborginni, í Wipplingerstr. 420. Herbergið var
dimmt, - gluggarnir vissu út að húsagarði, - kalt og óhrjálegt, innanstokksmunir
eftir því: hljóðfærisgarmur úti í horni, óvandaður bókaskápur, borð og slitnir setu-
stólar, það var allt og sumt. En þeir bjuggu hjá góðri konu, frú Sanssouci, sem
sá um þá, og bætti það nokkuð upp ömurlegar vistarverur þeirra vinanna. Mayr-
hofer var borgaralegur embættismaður, en skáld gott. Setti Schubert tóna við 47
af ljóðum hans. Hjá Mayrhofer hýrðist hann í 2 ár, vann og svaf. Hann hóf vinnu
sína við tónsmíðarnar árla morguns og vann látlaust fram undir nón. Þá fór hann
á stjá, gekk um stræti, sat á kaffihúsi og vínkrá, las blöð, samdi sönglög, eða
heimsótti vini, unz kvöldsett var orðið og vinirnir lausir við skyldustörfin. Þá
hófst þeirra eiginlega tilvera.
Hjá Mayrhofer semur Schubert m. a. verka tvö, sem ber að nefna: „Töfra-
hörpuna" („Die Zauberharfe“), sem er söngleikur eða melodrama og aldrei var flutt
svo mynd væri á, fremur en önnur leikhúsverk Schuberts, og hinn yndislega
„Gesang der Geister úber den Wassern" („Söng andanna yfir vötnunum") við
Ijóð Goethes, fyrir karlmannaraddir. Annars dró heldur úr sköpunarmætti Schu-
berts á þessum árum þar til 1822 að hann brauzt fram aftur af fullum krafti.
Schubert semur þá tvö af kunnustu verkum sínum: „Wandererfantasíuna",
píanóverk í C-dúr op. 15, og sinfóníuna í h-moll. Wandererfantasían á nafngift
sína sönglaginu „Der Wanderer“ að þakka, og eru tveir taktar úr laginu notaðir
sem stef hæga þáttarins í fantasíunni, þar sem í ljóðinu segir: „Die Sonne dúnkt
mir hier so kalt/die Blúte welk, das Leben alt“. (Þ. e. Sólin finnst mér hér svo
köld/blómin visin, lífið snautt.) Þessi þáttur er aðalkafli verksins, þrunginn af
trega. Raunaleg, en undurþýð og fögur er einnig 8. sinfónía hans í h-moll, sem
hann lauk við síðar á sama ári og nefnd er „Ofullgerða sinfónían". Hún er í tveim
þáttum. Eg segi „lauk við“ vegna þess, að ég hygg að Schubert hafi sjálfur talið
hana fullgerða, enda þótt fundizt hafi uppköst eftir hann að skertsó-kafla, sem
hann aldrei hirti um að ganga frá. Schubert afhenti Tónlistarfélaginu í Graz þetta