Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 98
96
MAGNÚS FJALLDAL
ANDVARI
Engu að síður varpar það skýru ljósi á innsta kjarna þessarar kveðskaparhefð-
ar að skoða einstakt kvæði í öllum þeim myndum, sem það kann að taka. Við
slíkan samanburð reynast helztu breytingar snerta ytri búning. Kvæðið getur lengzt
eða stytzt, röð einstakra atriða breytzt, einhverju verði sleppt eða aukið við, og að
lokum getur eitt stef komið í annars stað. Hins vegar raskast sögukjarni kvæðisins
aldrei.
Sú kenning, sem hér hefur verið stuttlega rakin, er að sjálfsögðu fyrst og
fremst tilraun til að skýra munnlegan sagnakveðskap í Júgóslafíu á þessari öld.
Um réttmæti hennar sem slíkrar hefur aldrei verið deilt. Sú skoðun Lords, að í
kenningu þessari sé að finna lykilinn að öllum munnlegum sagnakveðskap, hvar
í heimi sem sé, er hins vegar öllu vafasamari. Engu að síður hafa kenningar þeirra
Lords og Parrys orðið undirstaða margvíslegra rannsókna á þessu efni, meðal annars
íslenzkum miðaldabókmenntum.
HELZTU HEIMILDIR:
ALBERT B. LORD: The Singer of Tales, Cambridge, Massachusetts 1960.
„Composition by Theme in Homer and Southslavic Epos.“ Transaction
and Proceedings of the American Philological Association 82 (1951), bls.
71-80.
History and Tradition in Balkan Oral Epic and Ballad." Western Polhlore
31 (1972), bls. 53-60.
„Tradition and the Oral Poet: Horner, Huso and Avdo Medjedovic."
Atti del Convegno hiternazionale sul Tema: La Poesia epica e la sua
formazione. Roma 1970.
MILMAN PARRY: The Making of Homeric Verse: The Collected Papers of Milman Parry.
Útg. af Adam Parry. Oxford 1971.
x