Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 99
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
Skalat maðr rúnar rísta,
nema ráða vel kunni -
Mun eigi þú, þœgir,
þrévetran mér betra,
Ijósundinna landa
linns, ódar smið finna.
Þótt allir séu nú á því, að Egill Skalla-Grímsson hafi ort síðar á ævi vísur þær,
sem honum eru eignaðar þrevetrum í 31. kap. sögu hans, túlka þær engu síður
það viðhorf Egils, að hann hafi talið sig vera fæddan skáld, til þess kjörinn að
yrkja og hljóta fyrir skáldskap sinn verðug laun.
Egill kallar sig óðar smið, og þeirri líkingu heldur hann löngu síðar, t. a. m.
í 15. v. Arinbjarnarkviðu, þegar hann segir:
Erum auðskœf
ómunlokri
magar Þóris
mærðar efni,
þvít valið liggja
tvenn ok þrenn
á tungu mér.
í orðunum auðskæf og valið liggja finnur skáldið til sín engu síður en í vísum
þeim, er hann yrkir í orðastað sjálfs sín þreveturs.
Vér munum nú hyggja að fleiri slíkum stöðum í kveðskap Egils Skalla-
Grímssonar, sem Sigurður Nordal kallar í íslenzkri menningu „fyrsta skáld hinnar
nýju þjóðar“.
Þegar Gunnhildur drottning og Bárður sýslumaður blönduðu drykk þann
ólyfjani, er Agli og mönnum hans var borinn í veizlunni í Atley, orti Egill
þessa vísu:
Rístum rún á horni,
rjóðum spjöll í dreyra,
þau velk orð til eyrna
óðs dýrs viðar róta;