Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 95
ANDVARI
KENNING LORDS OG PARRYS
93
kveðskaparhefð. Svo virðist sem kostir þess að nota þau, þegar kveðið er af munni
frarn, hafi gefið þeim næga kjölfestu til að lifa af allar þjóðfélagsbreytingar.
Erfiðara er hins vegar að kveða á um uppruna þessa kveðskaparþáttar. Lord telur,
að hans sé að leita í trúarathöfnum, en síðar hafi notkun fastra orðsambanda
tengzt sagnakveðskap. Fleiri skýringar hafa og verið settar fram um þetta efni.
Stef.
Hér að framan hefur nokkrum sinnum verið vikið að hugtakinu stefi, og
skal það nú skýrt nánar. Samkvæmt skilgreiningu þeirra Lords og Parrys er stef
(,,theme“) afmarkaður hópur hugmynda, sem beitt er í munnlegum sagnakveð-
skap. Það hugtak, sem hér um ræðir, er harla óskylt þeim, sem bókmenntafræð-
ingar nota til að flokka samtengjandi eða afstæða eðliskosti skáldverka, þ. e. þema,
mótíf o. s. frv. Það sem einkum ber á milli er, að stef þeirra Lords og Parrys er
áþreifanleg byggingareining kvæðisins, og það í heild sinni samröðun stefja. Hlut-
verk stefsins er því að leggja til ákveðið söguefni líkt og kafli í bók.
Áður var drepið á það, hvernig upprennandi kvæðamaður lærir að hlera eftir
stefjum. Sum eru auðlærð og algeng eins og til að mynda ráðstefnustefið. I
Bagdadljóðinu hljómar það á þessa leið: Soldáninn fær bréf frá hershöfðingjum
sínum, sem setið hafa um Bagdad í tuttugu ár árangurslaust. Hann skýtur á ráð-
stefnu til að þinga við oddvita sína. Einn ræður honum heilt, en annar reynist
svikull. Stefinu lýkur svo með því, að hans hátign sendir bréf til Bosníu til að
boða kappann Alija á sinn fund.
Því fer fjarri, að sama stefið sé eins í meðförum neinna tveggja kvæðamanna,
þótt kvæðið sé einnig hið sama. Þetta má sannreyna með því að skoða brot úr
ráðstefnustefi Bagdadljóðsins1), þar sem fjallað er um bréf soldáns til Alija. Hér
er Ijóðið flutt tvisvar af kvæðamanninum Ugljanin.
Úr Bagdadljóðinu: ’)
Ugljanin, júlí 1954:
1. Suka3) kallaði Suka þjón sinn
2. Soldáninn kallaði á sendiboða sinn:
3. „Farðu Suka í hesthús hans hátignar.
4. Veldu fáka og veldu gæðinga.
5. Þú skalt, sonur, fara til Bosníu.
6. Þegar sendiboðinn meðtók þessi orð,
7. fór hann í hesthús hans hátignar
Ugljanin, nóvember 1934:
Og hann kallaði á Suka þjón sinn
þjóninn sendiboða hans hátignar:
Hvar ertu Suka, sendiboði hans hátignar?
Far í hesthús hans hátignar.
Veldu fáka og gæðinga Suka,
sem munu bera þig til Bosníu.
Tak boð hans hátignar,
1) Öll kvæðaheitin eru komin frá söfnurum. Fyrir kvæðamönnunum sjáifum hafa ijóðin
ekkert heiti og engan titil, heldur auðkennast af helztu atburðum, sem þau lýsa.
2) Urn frumtexta sjá Singer of Tales, bls. 76.
3) Suka er auðsjáanlega mismæii fyrir sultan (soldán).