Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 69

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 69
EUGENIA OLHINA: Frá Vilhjálmi Stefánssyni Fyrir tæpum áratugi kom út bók í Sovétríkjunum um Vilhjálm Stefánsson. Það var fyrrverandi samstarfskona Vilhjálms, Eugenia Olhina, sem skrifaði þessa bók og þótti að henni mikill fengur þar í landi. Nú hefur bókin verið gefin út í annað sinn og nokkuð endurbætt. Mikið hefur verið ritað og rætt um Vilhjálm hér á landi, en það er samt forvitnilegt að sjá hvað náin samstarfskona hans hefur að segja um þennan fjölhæfa landa okkar. Þar eð bókin er ætluð sovéskum lesendum og fjölyrt um ýmislegt sem við Islendingar þekkjum vel þótti hún ekki eiga erindi á íslenskan bókamarkað. En hér er gripið niður af handahófi og þessi kafli fjallar um kenningar Vilhjálms varðandi mataræði og ýmislegt annað sem að læknavísindum snýr. Vilhjálmur Stefánsson hafði alla tíð áhuga á læknisfræði. Hann leit svo á, að þessi fræði væru hluti af því þekkingarsviði, sem hann helgaði starfskrafta sína, mannfræðinni. Á heimskautaferðum sínum rannsakaði hann gaumgæfilega allar hliðar mann- lífsins í heimskautalöndunum, og þá fór ekki hjá því að hann kynnti sér líka heilsufar eskimóanna. Hann tók eftir því að þeir átu mikið af kjöti. Seinna reyndi hann þetta á sjálfum sér, því hann lifði eingöngu á því sem veitt var til matar, bæði fiski og kjöti, og þá gerðist hann ákafur talsmaður þessháttar mataræðis. Og það þrátt fyrir þær staðhæfingar sem vísindamenn héldu þá mjög á lofti, að maöur- inn gæti ekki lifað á eintómu kjöti. Og ekki nóg með það. Vilhjálmur Stefáns- son hélt því fram, að kjöt hefði lækningarmátt. Tilviljunin réð því, að honum tókst að sýna fram á að þessi skoðun væri rétt. Þrír ferðafélagar hans, sem trúðu ekki á kenningar Vilhjálms og lifðu eingöngu á fæðu sem þeir fluttu með sér, fengu skyrbjúg. Vilhjálmi tókst fljótlega að lækna þá með því að neyða þá til að drekka blóð úr nýslátraðri villibráð. Þegar Vilhjálmur sneri aftur úr heimskautaferðum sínum lenti hann í deilum við lækna um þetta mál. Heimsstyrjöldin fyrri var í hámarki og hann vissi, að breskir hermenn á vígvöllum Evrópu voru illa haldnir af skyrbjúgi. Hann sendi tímariti bandarísku læknasamtakanna grein, sem hann nefndi „Observations on three cases of scurvy“ („Athuganir á þremur skyrbjúgstilfellum“). Hann byggði greinina á vísindalegum könnunum og því hversu vel tókst til við lækningu félag- anna þriggja. Grein Vilhjálms lenti fyrst í bréfakörfunni, ásamt öðrum greinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.