Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 132
130 ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR ANDVARI hey Englendingum fyrir nokkur 1000 dali, og lýkur guðs al'haga hönd þanneg dásamlega upp næringarvegunum, þeg- ar björg og blessan er á ferð, en ekki straff og hallæri. Húnavatnssýsluferðin hefur verið þung og átakanleg vegna veðranna, og það þoldi ekki Sigurður á Ljósavatni, enda er hann meinlega heilsulítill mað- ur sagður, og segir Kristín systir mín, að hann næstum liggi. Nú er hér staddur Sra Hinrik á Skorrastað og segir eftir vestanbréfum sé fjárkláðapestin ekki komin nema að Víðidalsá. Frá Sr. Sigfúsi fékk eg ekk- ert bréf, en að sögn Sr. Þorsteins á Hálsi, að hann eigi 60 ær og kvarti um fóðurbrest, ef illa falli. Segir Sr. Hinrik þetta sé af heyskemmd, því töður hafi þar á Vatnsnesi eigi fullhirðst fyrri en eftir Höfuðdag. Lítill er sá fjárstofn að sönnu, þó má upp af hönum næla, ef annað væri að bjargast af, en það er so bágt fyrir kýr á Vatnsnesinu. Víst hefur þú þurft að hafa talsvert fyrir ferðir þessar, og verða þær ei og þess er ei að vænta betalaðar sem þær kosta mann. En nú trúi eg þér sé ekki til setu boðið komandi sumar, lofi guð þér að lifa, en so sem mér finnst þér lagið að vera tignum mönnum við hönd og færð bezta orðróm af þeim, eftir sem Finnsen sagði hér í sumar, og ýms- ir fleiri, so getur þú útrétt nokkuð og margt annað gott sem aukaeyrindi með alþingisferð þinni. Nú er Sra Þorsteinn okkar giftur, og þið höfðuð boð inni, ykkur mun hann líka hafa ráðfært sig við. Hann hafði valla aðra eins góða auk heldur betri. Eg og við erum fullánægð með konuna, hvað um sumt af ættinni. Aðallinn dró Sr. Þorstein skammt á götu og ekki vel. Það er einasta um að tala, hvað geðs- munalagi hennar viðvíkur, og má vera, að ekki sé vandalaust að umgangast hann, sérílagi ef hann drykki, en þá konu gaf guð Sr. Gísla á Staðarbakka, að hann lagði, að sonur hans sagði mér, hreint af að drekka. En hér kann nú enn nú nokkuð að vera hulið og geymt. Máske, og það er ei ólíklegt, að það liggi fyrir þeim að eiga börn, og batnar samlyndi hjóna stundum við það, og varúð kynni að vaxa. Sra Þorsteinn dró sig þangað sem auðurinn var. Það var eðlilegt, hann þurfti þess við, hann gefur stórhöfðing- lega þurfandi bræðrum sínum og borg- ar að sagt er vel, gefur enda vesælum. Nú munu peningar, sem hann kom með, næstum þrotnir, en mælt hann eigi pen- inga í láni fyrir sunnan, og ef eitthvað er í því, sem eg vona, hvörneg getur hann náð þeim eins vel og að kaupa þig og hesta (ljá þér reiðhest suður) úr Alþingisferðinni að fara austur í sveit- irnar fyrir sig og ná því innistandandi, eður ef þetta gæti ei látið sig gjöra, þá að verða þér samferða suður, en eg álít hann valla hafa heilsu til þeirrar ferðar, og mikið gengi í skurðinn við hana. Ekki þykir mér líklegt, að Guðbjörg hafi átt 1 skilding, en Ari minn hugsaði, að eg ætti fáeina. En hvörneg skulu þaug fara með jarðnæðið? Geta þau yfir- keypt Sveinströnd? Og er hún þá góð, þegar so öblugur maður er á Litlu- strönd? Bóður er heyskapurinn, en tor- sóktur. Land getur þú ei léð, eftir að Bjarnastaðir voru byggðir, og Jón minn mun hafa fullsett Baldursheimsland. Ekki mun hann vilja sækja um prest- brauð. Það ætti að sönnu við Guðrúnu Alexandersdóttir, og máske gamla Ara. Eg vil vart eggja hann á það, en vel er maðurinn að sér og gáfurnar liðugar. Nú hefi eg drepið á þetta efni til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.