Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 15
andvari
ÁRNI FRIÐRIKSSON
13
ca. 1300 fiska á klst. að meðaltali. 12.-13. maí 1931 veiddi hann 490
fiska á 2?A klst. á Strandagrunni, eða 180 fiska að meðaltali á klst. Þetta
sýnir okkur strax, að fiskimergðin hefir verið 1300 á Hvalbaksbanka, á
móti 180 á Strandagrunni; það hefir verið urn 7 sinnum meira urn fisk á
fyrrnefnda staðnum en þeim síðarnefnda. Nú segja aldursrannsóknirnar,
að 27.9% af fiskinum fyrir austan hafi verið 8 vetra, en af fiskinum fyrir
vestan var 20.7% 8 vetra. Ef við vitum ekkert um aflamagnið, getum við
glæpzt til að trúa því, að þessi árgangur hafi verið nokkurn veginn jafn
áhrifamikill fyrir austan og vestan, aðeins einum fimmta hluta meira um
hann fyrir austan. En nú vitum við, að með sörnu fyrirhöfn veiddust 1300
fiskar á Hvalbaksbanka, en aðeins 180 á Strandagrunni. Nú má reikna
út, hve margir 8 vetra fiskar hafi veiðzt á hverjum stað (með sömu fyrir-
'höfn : varpan dregin í 1 klst.), og það kemur þá í ljós, að á Hvalbaks-
banka veiddust 360, en á Strandagrunni 37, eða aðeins rúmlega tíundi
hluti.
Við komumst þá að þeirri niðurstöðu, að það er alhægt að gera sér
grein fyrir fiskimagninu í sjónurn, en til þess þarf að bæta tveim upp-
lýsingum við í aflaskýrslurnar, það þarf að tilgreina fiskafjöldann, og það
þarf að tilgreina fyrirhöfnina (hvað rnargir önglar voru dregnir - í þús-
undum, eða hvað margar klst. botnvarpan var dregin).
Það er enginn efi á því, að megnið af þorskinum, sem hér fiskast,
veiðist á vertíðinni, rneðan hrygningartíminn stendur yfir. Þess vegna er
það þýðingarmest að geta sagt fyrir um það, hvernig vertíðaraflinn verð-
ur, og ennfremur, hvaða árganga er að vænta á rniðin, eða með öðrum
orðum, hvað fiskurinn er stór. Það þarf að rannsaka styrkleik árgang-
anna fyrirfram, áður en þeir koma í gagnið, en þetta er hugsanlegt með
þrennu móti:
a) Með því að rannsaka magn þorskseiðanna í svifinu, þegar hrygn-
ingunni er lokið.
b) Með því að rannsaka magn smáfisksins á fjörðunum, víðs vegar við
land (álavörpurannsóknir).
c) Með því að rannsaka, hvað rnikið ber á smáfiski úr mismunandi
árgöngum á ýmsum miðum landsins.
Fyrstu rannsóknina er erfitt að framkvæma, bæði vegna þess að illt
er að finna fjölda seiðanna með þeim áhöldum, sem nú eru þekkt, og
svo er enginn vissa fyrir því, hvað mikið af seiðunum kemst upp. Idinar
aðferðirnar tvær er sjálfsagt að nota. Það þyrfti að draga með álavörpu