Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 25
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON:
Á sumardaginn fyrsta 1980
Ávarp formanns útvarpsráðs, flutt í upphafi dagskrár.
Ríkisútvarpið býður góðan dag - og gleðilegt sumar.
Árstíðaskiptin eru íslendingum ekki óviðkomandi. Tengsl lands og fólks eru
lifandi og líka nauðsyn og þau ber að treysta.
Davíð Stefánsson sagði: „Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt
heim í Fagraskóg. Þar hef ég alltaf átt góðu að mæta. Og fyrr en nokkurn varir
ek ég heim í varpann. Á þeim slóðum teyga ég ilm úr grasi og hlusta á söng sjó-
fugla. Líf fólksins, búskap og aflabrögð, læt ég mig einnig nokkru varða. Allt
treystir þetta gömul tengsl við hlíðina og fjörðinn."
Með slíku hugarfari er hollt að fagna sumri - með sýn til gróanda og sólar
og með samkennd, sem lætur sig einnig nokkru varða annarra hag.
Sumarið hefur verið kallað bjargræðistími á íslandi og er það. Þó er atvinna
og afkoma í heild að líkindum minna háð veðri og vindum nú en áður. Fleiri
starfa innan fjögurra veggja, og skammdegismyrkrið er ekki slík hindrun í starfi
sem fyrr.
En bjargræði er ekki einvörðungu bundið við þrenninguna framlegð, hagvöxt
og framleiðni. Dýrmætt er að eiga hreint loft og ósnortið land með lindir ferskar
og tærar.
Veðrátta á íslandi fylgir ekki forskrift almanaksins nema stundum, og hún
á það til að hafa að engu spár Veðurstofu. Þó var kveðið og með sanni:
Senn kemur sumarið,
sólin blessuð skín,
víst batnar veðrið,
þá veturinn dvín.
Á sumrin leitar landsfólkið í vaxandi mæli á vit móður náttúru að njóta þeirra
gæða, sem að vísu er vandi að umgangast, en svo sannarlega eru vel fengin, því að
Herrann skapaði lojt og láð,
lýði og blómstrið fríða,