Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 55
ANDVARI
FRANZ SCHUBERT
53
í þeirri hugsun að finna að vera seldur undir hinn óskiljanlega endursköpunarmátt
náttúrunnar.“
Svo virðist sem vitneskjan um dauðann, sem búinn bíður að baki hans, hafi
eflt hið sjúka tónskáld til mesta afreks ævinnar og magnað fram hinn guðlega
kraft, sem til þess þurfti að semja á tveim eða þremur árum í öngum og andstreymi
öll hin miklu meistaraverk, sem nú teljast til mestu gersema tónbókmenntanna,
„Vetrarferðina" („Die Winterreise“), C-dúr sinfóníuna (þá 9. í röðinni), strengja-
kvintettinn í C-dúr, sónöturnar miklu í c-moll, A-dúr, og B-dúr fyrir píanó, Mess-
una í Es-dúr, fantasíurnar fyrir píanó og fiðlu og fjórhentan píanóleik, píanó-
tríóin, síðustu hljómblikin og loks: Sönglögin, sem gefin voru út að Schubert
látnum undir heitinu „Schwanengesang“ (,,Svanasöngur“) og þykja sum hver
hin merkilegustu, sem nokkurntíma hafa til orðið, ekki sízt hið síðasta þeirra: „Der
Doppelgánger“ (,,Tvífarinn“) við ljóð Heinrichs Heine. Það er í sannleika
demónískt lag og ógnvekjandi í sinni tignu ró. Chaconnan, sem flygillinn rymur
undir söng hins ófreska skálds, er fótatak dauðans. Þó að þetta sé lokasöngurinn
í „Svanasöng11 Schuberts, er það samt ekki síðasta lagið hans. Hann átti eitt eftir,
- eitt lítið, látlaust lag við einfalt ljóð eftir ungan barnakennara, Johan Seidl að
nafni. Ljóðið er um bréfdúfu, sem ber boðskap fram og aftur milli skáldsins og
dísarinnar góðu, sem hann heitast ann, skáldgyðjunnar. Vitið þið, hvað hún heitir,
þessi litla dúfa? - spyr Schubert. Hún heitir „die Sehnsucht", - Þráin!
Það er sagt, að Beethoven hafi í banalegunni kynnzt nokkrum sönglögum
Schuberts í handriti, þeirra á meðal lögunum úr „Die schöne Múllerin", og orðið
djúpt snortinn af fegurð þeirra og andagift, enda á hann að hafa lesið þau aftur
og aftur. Schindler, handritari Beethovens, segist oft hafa heyrt hann endurtaka:
„Vissulega ber þessi Schubert í sér guðdómsneistann!“
Schubert kynntist aldrei persónulega hinum eldri meistara. Hann heimsótti
Beethoven að sögn einu sinni nokkru fyrir dauða hans, var þá í fylgd með öðrum,
en varð svo mikið um, að hann mátti ekki mæla. En Schubert var einn af kyndil-
berunum við útför Beethovens. Á heimleiðinni frá jarðarförinni kom hann við á
veitingahúsi ásamt tveim vinum sínum og drakk þar minni Beethovens og annað
minni, - þess, hinna þriggja vina, sem fyrstur færi í gröfina. Það varð hann sjálfur.
Á ártíð Beethovens 1828, 26. marz, heldur Schubert fyrir atbeina vina sinna
konsert með verkum sínum, eins og Beethoven hafði gert á sinni tíð. Þetta voru
einu tónleikarnir, sem haldnir voru honum til heiðurs um ævina og helgaðir verk-
um hans. Áheyrendur voru margir, mikil hrifning og hvað meira var, - arðurinn
ótrúlega mikill. Schubert gleymdi raunum sínum þennan dag, hann var ríkur
einu sinni á ævinni, borgaði skuldir sínar, bjó vinunum dýrlega veizlu, hafði
hvers manns lof.
Um sumarið tekur hann sér ferð á hendur, heimsækir Haydn í gröf hans í
Eisenstadt á Ungverjalandi, en verður, vegna sjúkdóms síns, að hætta við að