Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 55

Andvari - 01.01.1980, Page 55
ANDVARI FRANZ SCHUBERT 53 í þeirri hugsun að finna að vera seldur undir hinn óskiljanlega endursköpunarmátt náttúrunnar.“ Svo virðist sem vitneskjan um dauðann, sem búinn bíður að baki hans, hafi eflt hið sjúka tónskáld til mesta afreks ævinnar og magnað fram hinn guðlega kraft, sem til þess þurfti að semja á tveim eða þremur árum í öngum og andstreymi öll hin miklu meistaraverk, sem nú teljast til mestu gersema tónbókmenntanna, „Vetrarferðina" („Die Winterreise“), C-dúr sinfóníuna (þá 9. í röðinni), strengja- kvintettinn í C-dúr, sónöturnar miklu í c-moll, A-dúr, og B-dúr fyrir píanó, Mess- una í Es-dúr, fantasíurnar fyrir píanó og fiðlu og fjórhentan píanóleik, píanó- tríóin, síðustu hljómblikin og loks: Sönglögin, sem gefin voru út að Schubert látnum undir heitinu „Schwanengesang“ (,,Svanasöngur“) og þykja sum hver hin merkilegustu, sem nokkurntíma hafa til orðið, ekki sízt hið síðasta þeirra: „Der Doppelgánger“ (,,Tvífarinn“) við ljóð Heinrichs Heine. Það er í sannleika demónískt lag og ógnvekjandi í sinni tignu ró. Chaconnan, sem flygillinn rymur undir söng hins ófreska skálds, er fótatak dauðans. Þó að þetta sé lokasöngurinn í „Svanasöng11 Schuberts, er það samt ekki síðasta lagið hans. Hann átti eitt eftir, - eitt lítið, látlaust lag við einfalt ljóð eftir ungan barnakennara, Johan Seidl að nafni. Ljóðið er um bréfdúfu, sem ber boðskap fram og aftur milli skáldsins og dísarinnar góðu, sem hann heitast ann, skáldgyðjunnar. Vitið þið, hvað hún heitir, þessi litla dúfa? - spyr Schubert. Hún heitir „die Sehnsucht", - Þráin! Það er sagt, að Beethoven hafi í banalegunni kynnzt nokkrum sönglögum Schuberts í handriti, þeirra á meðal lögunum úr „Die schöne Múllerin", og orðið djúpt snortinn af fegurð þeirra og andagift, enda á hann að hafa lesið þau aftur og aftur. Schindler, handritari Beethovens, segist oft hafa heyrt hann endurtaka: „Vissulega ber þessi Schubert í sér guðdómsneistann!“ Schubert kynntist aldrei persónulega hinum eldri meistara. Hann heimsótti Beethoven að sögn einu sinni nokkru fyrir dauða hans, var þá í fylgd með öðrum, en varð svo mikið um, að hann mátti ekki mæla. En Schubert var einn af kyndil- berunum við útför Beethovens. Á heimleiðinni frá jarðarförinni kom hann við á veitingahúsi ásamt tveim vinum sínum og drakk þar minni Beethovens og annað minni, - þess, hinna þriggja vina, sem fyrstur færi í gröfina. Það varð hann sjálfur. Á ártíð Beethovens 1828, 26. marz, heldur Schubert fyrir atbeina vina sinna konsert með verkum sínum, eins og Beethoven hafði gert á sinni tíð. Þetta voru einu tónleikarnir, sem haldnir voru honum til heiðurs um ævina og helgaðir verk- um hans. Áheyrendur voru margir, mikil hrifning og hvað meira var, - arðurinn ótrúlega mikill. Schubert gleymdi raunum sínum þennan dag, hann var ríkur einu sinni á ævinni, borgaði skuldir sínar, bjó vinunum dýrlega veizlu, hafði hvers manns lof. Um sumarið tekur hann sér ferð á hendur, heimsækir Haydn í gröf hans í Eisenstadt á Ungverjalandi, en verður, vegna sjúkdóms síns, að hætta við að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.