Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 107
andvari
SKALAT MAÐR RÚNAR RÍSTA
105
þeira’ hauks fyr handan
háfjöll digulsnjávi
jardar gjörd vid ordum
eyneglda mér hegldu.
Vísan er tekin þannig upp: Þverra nú Ingva þingbirtingar, þeir’s þverrðu
mjaðveitar dag; hvar skal leita mildra manna, þeira’s fyr handan eyneglda jarðar-
gjörð hegldu mér hauks háfjöll digulsnjávi við orðum: Nú fækkar þeim mönn-
um, er ijómi stendur af á þingi konunganna og ósparir eru á gullið. Hvar skal
leita öriátra manna, þeirra sem fyrir handan haf létu silfrið drífa á hendur mér
fyrir skáldskap minn.
Skáldið segir: við orðum, þ. e. fyrir skáldskapinn, og orðin eru honum ofar-
lega í huga í síðustu vísum hans. í vísu þeirri, sem varðveitt er úr drápu Egils
um skjöld þann, er Einar skálaglamm færði honum að gjöf, segir Egill meðal
annars, að sér séu ekki misfengnir taumar, en þar á hann við taumhaldið á kveð-
skapnum, og bætir svo við: hlýðið ér til orða.
I vísu Egils úr Berudrápu, ortri um aðra skjaldargjöf, er Þorsteinn Þóruson
sendi honum frá Noregi, kveður hann sér enn rækilega hljóðs:
Heyri fúrs á forsa
fallhadds vinar stalla,
hyggi, þegn, til þagnar
þínn lýdr, konungs, mína.
Opt skal arnar kjapta
örd góð of tröð Hörða,
hrafnstýrandi hræra
hregna, mín of fregnask.
Heyri þegn konungs á mína forsa fallhadds stalla fúrs vinar (þ. e. á kvæði mitt,
er hann kallar forsa (fossa) Óðins). Hyggi þinn lýðr til þagnar. Opt skal mín góð
arnar kjapta örð (þ. e. skáldskapur) fregnask of Hörða tröð, hræra hregna
hrafnstýrandi.
Egill er ekki í neinum vafa um, að framlag hans til skáldskaparins sé gott
og það verði frægt á Hörðalandi. Skáldið líkir framlagi sínu við örð (sáð), er það
hafi komið í arnarkjafta og hún líklega gerjað þar eins og skáldamjöðurinn forð-
um, er Óðinn flaug með í arnarham heim í Ásgarð.
Trú Egils á mátt orðanna speglast í einni af síðustu vísum hans, þar sem
hann rifjar upp skipti sín við Steinar Önundarson á Ánabrekku og hefur á þessa
leið:
Sparðak jörð með orðum
endr Steinari ór hendi -