Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 78
76
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
ANDVARI
kvæði til vina á hátíðlegum stundum og erfiljóð, en einnig hátíðarkvæði helguð
þjóðum, löndum, sveitum og einstökum stofnunum og samtökum. Mjög eru þessi
kvæði í hefðbundnum hátíðarljóðastíl íslenskum og verða tæplega talin persónu-
lega einkennandi fyrir Guttorm sem skáld.
Félagsleg og pólitísk ádeila setur mikinn svip á kvæðagerð Guttorms og sver
hann sig þar löngum í ætt við þá Stephan G. og Þorstein. Gagnrýni hans beinist
að höfðingjum þessa heims og misbeitingu auðs og valda og samúð hans með lítil-
mögnum og undirokuðum er auðsæ.
Friðarsinni var Guttormur líkt og Stephan G. og frá árum kalda stríðsins er
sonnetta hans „Alþýða allra landa“ sem birtist í Kanadaþistli og lýkur svo:
Þú sem átt rád á afli því og anda,
aldrei að láta kúgast: þér að fórna,
sjálfsmorð að fremja í þarfir þings og stjórna.
Þú skalt, sem björgin steinlímd saman, standa.
Neitaðu að láta bróður vega bróður,
boðorðið haltu: Mann ei skaltu deyða.
Það er að fylgja að friðarmálum Kristi.
Valdhafans leptu’ ei lygi og undirróður,
lát þér ei siga, út í stríð þig neyða;
vegur er það til friðar fyrsti og stytzti.
Heimspekileg og lífsskoðanleg vandamál verða með tímanum áleitin yrkisefni
Guttorms.
Nokkur slíkra kvæða hafa goðsöguleg eða biblíuleg minni að kjarna, önnur
náttúrumyndir eða hversdagsleg atvik úr lífi vestur-íslensks bónda og erfiðis-
manns.
Töluvert eru sum þessara kvæða myrk og torlesin og kunna um sumt að minna
á heimspekileg kvæði Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar og í öðrum er sem
bregði fyrir bergmáli frá Einari Benediktssyni.
Sérstæðust og frumlegust ljóða Guttorms eru gaman- eða skopkvæði hans.
Erum við þar komin að persónulegasta höfundareinkenni hans sem er húmor hans
- skopskyn, háð og gamansemi.
Að baki gáska og glettni Guttorms býr þó löngum alvara. Ef til vill hefur hann
hugsað eitthvað líkt og Gestur Pálsson að háðið og skopið væri mönnum best
læknismeðal.
1 nokkrum þessara kvæða beitir Guttormur vestur-íslenskum orðatiltækjum
og enskum slettum til að laða fram skopleg áhrif. Kunnast þeirra mun líklega
„Winnipeg lcelander". í sumum felst undir gamninu ádeila á vantrúnað við ís-
lenska arfleifð og öpun engilsaxneskra hátta og málfars. Stundum tekst Guttormi