Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 124
122
ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR
ANDVARI
fékk Grænavatnshálflenduna strax og
hönum lá á, og var það hönum góð bú-
jörð, meðan hann hafði minna um sig.
Pétur hafði þar á móti bága kosti eftir
kringumstæðunum, meðan við vórum
allir í Reykjahlíð, sem kyrkti framgang
búskapar hans. Á þetta finnst mér eg
eiga að líta, og það vil eg gjöra. Tilgát-
urnar um, að eg ætli að taka stofuna frá
Reykjahlíð og það sé lúsarlegt, þykist
eg hvörki verðskuldað hafa né gefið
minnsta tilefni til, að so væri þenkt um
mig.
Teg ætlaði að fyrirbyggja ágreining
meðal erfingja minna, þegar eg vildi
fastsetja jarðaverðin, láta ábúendur fá
þær og festa kaup á þeim, sem eg líka
nauðsynlega þurfti með handa yngstu
systkinunum, en mér finnst það leiði
til þess, að eg verði lífs og liðinn áfelld-
ur fvrir aðferð mína, ekki síður þó af
Sr. Þorst. og Bjarna en þér. Sannast
mun, að Pétri verður byrðin of þung,
líkast ókljúfandi með allan hópinn
sinn. Um Stöng handa Benedikt var
gaman tómt. Sá maður ætti heldur vera
í miðri sveit en á so afskekktum stað,
til að gjöra sér og öðrum hagræði. Loks-
ins get eg þess, að fengi 1 barn af 13
hundraðdalavirði meir en hin, af vangá
eða vanskilningi, verður hvörs barnsins
skaði af so mörgum 7 rd 66% sk. Þá er
ekki svo stórt, en eg skil ekki, að þetta
eigi sér hér stað.
Velvirðingar bón og beztu óskir.
Tón Þorsteinsson.
sýslumaður Thorstensen: Jónas Tónsson Thor-
steinsen var sýslumaður í Suður-Múlasýslu
1853-61.
Skúlasen: Sigfús Skúlason (Schulesen), sein-
ast sýslumaður í báðum Þingeyjarsvslum
1851-61.
S.T.: Salvo Titulo: að slepptum titli.
Á Föstudag langa 1856.
EJskulegi tengdasonur!
Nú er þessi blessaður dagur fram-
runninn með þeirri stökustu veðurblíðu,
að eg so gamall þykist aldrei hafa lifað
aðra eins Góu, sérílagi sökum hægviðra,
jörðin rauð hæst uppí fjöll, menn ríða
og renna ójárnað, og orðið illt að ríða
vegna aura. Engu að síður hefi eg síðan
eg hætti innlögðu bréfi verið angraður
af því Þuríður mín lagðist í höfuðpínu,
sem leiddi af sér stakleg uppköst og
hægðaleysi, lá um viku til þess hún
stautaði ofan á loftið með veikum burð-
um. Nú er hún tegund að hressast. Eg
[var] allan þennan tfma veikur og er
það enn, þó eg róli á ferli. Það þarf því
ekki stórt að leggjast á huga minn sona
á sig kominn, að mér verði það ekki
þungt, og ofan á þetta hefur Kristrún
mín á þessu tímabili verið með aumara
móti, og kom þó læknir í þessum dög-
um, sem ekki megnaði neitt að bæta
henni, en tegund hressti hann Þuríði
mína, rétt í bráðina, en bati hennar varir
stutta stund, því konan er so gömul, og
útslitin að kröftum, en skyldi hennar
missa við, er heimilið í nærverandi
ásigkomulagi báglega statt, því lengstum
kemur hún nokkru góðu til vegar, með-
an enda hún hefur so mikla heilsu, að
hún getur talað og þenkt.
Mér er ógeðfellt að minnast meira á
Reykjahlíð en búið er. Eg hefi heyrt
margar meiningar um Reykjahlíðina að
sönnu. Þær eru samt so mismunandi,
að eg get ekkert byggt fast á þeim. Eg
hefi verið þar 4 ár um aldamótin, síðan
haft kvnni af henni í 12 ár, so verið á
næsta bæ 14 ár, og þar seinast 20 ár
við búhokur sjálfur. Eg ætla mér hana
því eina kunnuga sem öðrum, allt að
því Pétur fór að bæta hana, og þó ekki
sé nefnt nema hleðslan á vesturlandi, þá
var það góð bót, og líka túngarðurinn.