Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 94
92
MAGNÚS FJALLDAL
ANDVARI
slíka uppfyllingu er Ijóðlína eins og „Sultan Selim rata otvorio“ (Selim soldán
lýsti yfir stríði), þar sem soldánstitillinn er einmitt þau tvö atkvæði, sem vantar.
Af öðrum algengum föstum orðasamböndum er helzt að nefna ýmiss konar
sagnir, sem eðli sínu samkvæmt gefa til kynna athöfn, svo og orðasambönd, sem
ákvarða tíma. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna ljóðlínu eins og „Govorio
Kraljevicu Marko“ (mælti Marko Kraljevic) eða „Govorio, rijec besedase“ (hann
mælti, orð talaði hann). Föst orðasambönd, sem marka tíma, eru oft mjög skáld-
leg, til að mynda: „Kad je zora krila pomolila“ (þegar morguninn breiddi út
vængina) eða „Kad je sunce zemlju ogrijalo“ (þegar sólin hafði vermt jörðina).
Eins og sjá má af framangreindum dæmum verður kvæðamaðurinn stöðugt að
gh'ma við þá þraut að raða réttum atkvæðafjölda í hverja ljóðlínu. Samkvæmt
athugunum þeirra Lords og Parrys er talning atkvæða þó ekki athöfn, sem kvæða-
maðurinn er sér meðvitandi um. Hver ljóðlína verður til í sömu andrá og hún er
kveðin. Að sjálfsögðu ráða æfing og færni miklu í þessari list, en fleira kemur
þó til hjálpar. Fjöldi fastra orðasambanda er sömu atkvæðalengdar auk þess að
hafa sömu eða svipaða merkingu. Þannig á kvæðamaðurinn oft á tíðum um margt
að velja, þótt allar séu lausnirnar gamlir kunningjar áheyrenda.
Ekki eru þó allar ljóðlínur í suðurslafneskum kveðskap saman settar af föst-
um orðasamböndum einum saman, þótt víðast hvar séu þau til staðar í einhverri
mynd. Einnig er algengt, að föst orðasambönd falli misvel að skilgreiningu þeirra
Lords og Parrys. Þetta getur átt sér stað með ýmsu móti. Stundum vantar ein-
hvern hluta orðasambands eða orðaröðin dregur dám af kunnuglegum setningum,
þótt orðin séu önnur. Slík orðasambönd kallar Lord „formulaic,“ þ. e. laustengd.
Þó fer fjarri, að hægt sé að sópa öllu, sem ekki stenzt flokkun Parrys, í þennan
hóp. Til þess að koma til álita verður að minnsta kosti einn hluti fasts orðasam-
bands að vera á sínum stað, og auk þess um sams konar takt og setningaskipan
að ræða.
Þótt yfirbragð fastra orðasambanda kunni að virðast harla steinrunnið, er
eðli þeirra margbreytilegra en ætla mætti við fyrstu sýn. Þannig er kvæðagerðin
ekki samtíningur af föstum orðasamböndum sínu úr hverri áttinni, heldur tengj-
ast þau stefjunum, sem þau mynda. Eftir því sem kvæðamaðurinn hefur fleiri
stef á valdi sínu, þeim mun fleiri föst orðasambönd hefur hann á takteinum. Mis-
munandi áhugi og færni valda því, að engir tveir kvæðamenn hafa sama skálda-
nesti, og leiða einnig til þess, að forði hvers og eins breytist eftir því, sem tímar
líða.
Slíkan mun er einnig að finna milli héraða. Ólíkar mállýzkur, saga og þjóð-
félagsgerð hvers landshluta leiða af sér ólík stef og þar með mismunandi föst
orðasambönd. I suðurslafneskum kveðskap er þessi munur þó skarpastur milli
kristinna og Múhameðstrúarmanna. Það er því tungumálið eitt, sem afmarkar föst
orðasambönd, enda hinn sameiginlegi sjóður, sem þau eru tekin úr.
Það er eftirtektarvert, hve lífseig föst orðasambönd hafa reynzt í balkanskri