Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 91

Andvari - 01.01.1980, Side 91
MAGNÚS FJALLDAL: Kenning Lords og Parrys um tilurð og varðveizlu munnlegs kveðskapar Inngangur. í eyrum íslendinga hlýtur hugtakið munnlegur kveðskapur að hljóma dálítið einkennilega. Við erum því flest vön að líta sömu augum á allt bundið mál, hvort sem um er að ræða elztu Eddukvæði eða nútímakveðskap. Sú kenning, sem hér verður reynt að skýra, felur hins vegar í sér skörp skil milli þess kveðskapar sem undan penna er kominn og hins sem mæltur er af munni fram. Samkvæmt henni er ekki einungis um tvo mismunandi kveðskaparhætti að ræða, heldur tvo ólíka heima. Hugmyndir þeirra Lords og Parrys eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Þær hafa verið á kreiki síðustu þrjátíu árin meðal þeirra, sem fást við Hómers- kviður og germönsk fræði, án þess að hafa vakið mikla athygli hjá norrænu- mönnum hérlendis. Eins og síðar verður nánar rakið, víkur Einar Ólafur Sveins- son stuttlega að máli þessu í riti sínu um íslenzkar bókmenntir í fornöld (1962), en urn aðrar athuganir íslenzkra fræðimanna þar að lútandi er mér ókunnugt. Ekki verður þetta sinnuleysi skýrt með því, að hugmyndir Lords og Parrys komi íslenzkum miðaldakveðskap lítið við. Þvert á móti hefur umræða um þær bók- menntir meðal erlendra fræðimanna í vaxandi mæli fallið í farveg kenninga þeirra tvímenninga. Tilgangur þessarar greinar er að reifa í mjög stórum dráttum kenningu Lords og Parrys, en síðar er ætlun mín að rita sérstaklega um tengsl hennar við íslenzk- ar miðaldabókmenntir og loks fjalla um þá gagnrýni, sem kenning þeirra félaga hefur sætt. Aðdragandi kenningar Lords og Parrys. Upphaf kenningar Lords og Parrys má rekja til athugana þeirra á suðurslaf- neskum kveðskap á fjórða áratug þessarar aldar. í þeim hluta Júgóslafíu hafði þrifizt sérkennileg kvæðamenning, sem var ævaforn að yfirbragði. Ritöld var enn ekki runnin í garð meðal alþýðu manna, og því hafði það vakið undrun, hve margt var líkt með þessari kvæðagerð og forngrískum kveðskap, einkum kviðum Hómers.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.