Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 71

Andvari - 01.01.1980, Side 71
andvabi FRÁ VILHJÁLMI STEFÁNSSYNI 69 þess að ég losnaði við ýmislegt sem ég var sannfærður um og beindi athygli minni inn á aðrar brautir, m. a. að mörgu, sem hægt er að komast að með því að rann- saka mataræði í vanþróuðum löndum. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt af þessari tilraun og einnig af því að lesa bókina yðar.!<1) Vilhjálmur Stefánsson hélt áfram að vinna að þessum málum alla ævi. Hann hafði alltaf náið samband við lækna. Árið 1946 kom út bók eftir hann „Not by Bread Alone" („Ekki af brauði einu saman“). Mannfræðingurinn Hutton, sem skrifar formála að bókinni, gerir þá játningu, „að sér hafi í fyrstu fundist Vilhjálm- ur Stefánsson nokkurs konar heiðingi á sviði mannfræðinnar. Hann kollvarpaði öllu, sem ég hafði lært um eskimóa.“* 2) En Vilhjálmur fór með sigur af hólmi í deiiu, sem reis milli þeirra og Hutton mælti með bókinni „Ekki af brauði einu saman,“ sem hann kvað vera alvarlegt vísindarit. Bókin hlaut fádæma vinsældir. Hún gekk einnig undir nafninu „The Fat of the Land“ („Fita jarðarinnar"). Máli sínu til stuðnings lýsir Vilhjálmur í bókinni 800 hauskúpum af „kjöt- ætum“ (þessar hauskúpur hafði hann rannsakað á söfnum í ýmsum löndum). Uppgröftur í gömlum kirkjugörðum á íslandi varð einnig til að renna stoðum undir rannsóknir hans. Hauskúpurnar, sem fundust í þessum grafreitum, voru allar með heilar tennur. Vilhjálmur Stefánsson studdist mikið við dæmi frá íslandi. Hann sagði að Island hefði verið einangrað frá Evrópu frá því á 13. öld fram á 19. öld. Korn- rækt hefði þá ekki þekkst í landinu og fólk hefði nærst á kjöti, fiski og mjólkur- afurðum. Samgöngur við Evrópu hefðu ekki hafist fyrir alvöru fyrr en á 19. öld og í fyrstu hefðu þær verið strjálar. Móðir hans hafði sagt honum, að hún hefði aldrei heyrt minnst á tannpínu, þegar hún var ung, og það var ekki fyrr en inn- fluttar matvörur tóku að berast til þorpanna við sjávarsíðuna, að fólk sem þar bjó varð fyrir barðinu á henni. Vilhjálmur Stefánsson hafði líka tekið eftir þessu meðal eskimóa í Alaska og Norður-Kanada. Þar voru það líka íbúar hafnarbæj- anna, sem höfðu aðgang að innfluttum matvælum, sem fyrst kynntust tannskemmd- um. Honum fannst þær upplýsingar sem hann hafði viðað að sér í 50 ár renna stoðum undir kenningu sína um hollasta mataræðið. Árið 1960 kom út síðasta bókin, sem hann skrifaði um læknisfræði: „Cancer - Disease of Civilization? An Anthropological and Historical Study“ („Er krabbamein menningarsjúkdómur? Mannfræðileg og sagnfræðileg könnun"). í þessu riti studdist Vilhjálmur Stefáns- son ekki aðeins við mannfræðiþekkingu sípa, heldur líka við þekkingu sína á þjóð- sögum. Hann notar eitt afbrigðið af grísku goðsögninni um Prómeþeif til að styðja kenningar sínar um rétt mataræði. Þegar Prómeþeifur færði mönnunum eldinn að gjöf, fóru þeir að nota hann til að sjóða mat, og þá komu sjúkdómarnir til sögunnar. Mannkynið varð kvillasamt og Seifur varð æfur af reiði og refsaði *) Hanson E. P.: „Stefansson: Prophet of the Xorth," New York 1941. 2) Vilhjalmur Stefansson: „Not bv Bread Alone,“ New York 1946.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.