Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 16
14
JÓN JÓNSSON
ANDVAKI
að minnsta kosti fjórum-fimm sinnum á ári, á fjórum stöðum við landið,
nefnilega í Hvalfirði, á Patreksfirði (eða Dýrafirði), á Ólafsfirði, eða öðr-
um stað við Norðurland, og loks á Norðfirði (eða Seyðisfirði). Til þessa
vantar áhöld, en vonandi er, að tök verði á að útvega jpau sem allra fyrst.
Um fjölda smáfisksins í aflanum fáum við fullnægjandi upplýsingar, ef
rannsóknum verður haldið áfram með því sniði, sem þær hafa nú.“
I byrjun starfs síns gerði Arni sér því ljósa grein fyrir tilgangi þessara
rannsókna: að meta stærð stofnsins (eða hinna einstöku árganga) hverju
sinni og reyna á þann hátt að segja fyrir um aflahorfur frá einu ári til
annars. Hann telur reyndar fráleitt að freista þess að telja þorskana í sjón-
um, en bendir á nauðsyn þess að meta aflann miðað við sörnu sóknarein-
ingu, en þetta atriði er einmitt í dag hornsteinn í mati okkar á stærð
fiskstofna og annarra nytjastofna í hafinu. Hann bendir einnig á nauð-
syn þess að rannsaka magn þorskseiðanna í svifinu og hve rnikið er af
smáfiski á hinum ýmsu fiskimiðum.
Þetta eru allt atriði, sem í dag hafa grundvallarþýðingu fyrir mat
okkar á ástandi þorskstofnsins, en árið 1932 var hvorki fyrir hendi nægi-
legt fjármagn né þekking til þess að hleypa í framkvæmd öllum þessum
hugmyndum Árna. Hann skrifaði árlega skýrslur um ástand þorsksins,
en eins og að framan segir, beindist hugur hans í æ ríkari mæli að síldar-
rannsóknunum.
Þegar greinarhöfundur réðst að fiskideild Atvinnudeildar Pláskólans,
eins og hún hét þá, í árslok 1946, voru þar starfandi Árni og dr. Her-
mann Einarsson fiskifræðingur, sem tekið hafði við starfi dr. Finns Guð-
mundssonar árið áður, en tók síðan að nokkru við síldarrannsóknum. At-
vinnudeild Háskólans tók til starfa 18. september 1937, og var fiskideild
ein af þremur deildum, en hinar voru búnaðardeild og iðnaðardeild.
Veitti Árni fiskideild forstöðu frá upphafi og þar til hann réðst til Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins árið 1954. Auk Árna störfuðu þar upphaflega dr.
Finnur Guðmundsson og sem aðstoðarmenn þeir Sigurleifur Vagnsson og
Geir Gígja. Sigurleifur hafði sénnenntað sig í aldursákvörðunum á síld og
laxi, og varð hann Árna því að hinu mesta liði. Sigurleifur og kona hans
Viktoría Kristjánsdóttir störfuðu einnig mörg sumur við útibú fiskideildar
á Siglufirði. Það varð Árna því mikið áfall, er Sigurleifur lézt árið 1950,
en eftir andlát manns síns vann Viktoría á fiskideild til dauðadags. Að
Sigurleifi látnum fékk Árni til liðs við sig Egil Jónsson, sem hann sendi