Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 24
22
JÓN JÓNSSON
ANDVARI
Ætíö minntist hann námsáranna í Danmörku með mikilli hlýju, enda
átti hann þar marga vini. Af hinum mörgu heiðursmerkjum, sem hann
var sæmdur fyrir störf sín, innanlands sem utan, þótti honum einna vænst
um gullpeninginn til minningar um vin sinn og mikinn velgjörðarmann,
danska fiskifræðinginn Johannes Schmidt prófessor, en sá maður hóf ein-
mitt vísindaferil sinn með fiskirannsóknum við Island í byrjun aldarinn-
ar. Háskóli íslands sæmdi Árna heiðursdoktors nafnbót árið 1944.
Árni Friðriksson var með víðförlustu Islendinaum á sínum tima. Vegna
starfs síns kynntist hann náið mörgum þeim mönnum, er mestu réðu í
heiminum á sviði hafrannsókna og stjórnunar fiskveiða. Árið 1952 bauð t. d.
ríkisstjórn Brazilíu honum til fjögurra mánaða dvalar í því landi til þess
að skipuleggja fiskirannsóknir þar, og árið 1955 var hann ráðgjafi Sam-
einuðu þjóðanna á alþjóðaráðstefnu í Rómaborg um varðveizlu hinna
lifandi auðæfa hafsins, en þetta var undirbúningur að fyrstu hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Árni Friðriksson var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Ebbu Christiane
Bagge, danskrar ættar, kvæntist hann árið 1929, en hún lézt árið 1957.
Þau áttu eina kjördóttur, Onnu. Seinni konu sinni Helenu, kjördóttur
Jóhanns P. Jónssonar skipherra, kvæntist hann árið 1958, og gekk hann
dóttur hennar, Helenu að nafni, í föðurstað.