Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 83
andvahi
I MINNINGU GUTTORMS
81
myndum og grimmdarferli nasista, en jafnframt býr verkið yfir víðari skírskotun
- ádeilu á kúgun og harðstjórn hverju nafni sem nefnist.
I hinum hreinræktaðri heimspekilegu leikverkum glímir Guttormur við marg-
víslegar tilvistarlegar gátur mannlegs lífs. Hann teflir einatt saman ólíkum þáttum
mannlegs eðlis, persónugerðum og táknfærðum á ýmsa lund.
Ef til vill er „Hringurinn" best gert þessara leikrita og sterkast allra leikverka
Guttorms.
„Saga“ leiksins er einföld, lýsir villu, hringgöngu fjölskyldu í snæviþöktum
eyðiskógi þar sem að lokum bíður hennar ekki annað en tortíming og dauði.
I táknmáli sínu er þessi mynd sterk og óhugnanleg - lýsir eilífri hringför
kynslóðanna um frumskóg tilverunnar. Jafnframt eru sviðsmynd og orðræður
þessa leiks raunsæilegri en í flestum öðrum leikritum Guttorms.
Flest eru leikrit Guttorms stutt og mestui hluti þeirra einþáttungar.
Dramatískur veikleiki þeirra eru all-langdregnar orðræður persóna. Oft fer
fremur fram heimspekileg rökræða en lifandi orðaskipti venjulegs fólks.
A sinni tíð fólst ferskleiki þeirra fyrst og fremst í afneitun hins natúralíska
leikhúss og blæ þess nýstárleika halda þau enn þó að áratugir séu liðnir frá ritun
þeirra. Ótvírætt benda þau í átt til nútímalegrar leikritunar fremur en ýmis þau
raunsæisverk er fram komu á svipuðu skeiði. Það væri verðug tilraun fram-
sæknu leikhúsfólki á okkar dögum að dusta rykið af einhverjum leikrita Gutt-
orms og sjá hversu þau gengju á sviði.
VI
Auk ljóða og leikrita samdi Guttormur ýmsa þætti í lausu máli, einkum ferða-
minningar og ævisögubrot.
Fyrir nokkru sendu erfingjar Guttorms Landsbókasafni íslands að gjöf bréfa-
safn hans mikið að vöxtum ásamt nokkrum prósaþáttum hans og fáeinum kvæða-
handritum. Er þarna mest að vöxtum handrit Guttorms að nokkrum æviminn-
ingum og eru tvær þeirra birtar í þessu hefti Andvara.
Frásagnargleði Guttorms og sérstætt og persónulegt skopskyn njóta sín vel í
lausu máli þó að þeir þættir, sem hér birtast séu af öðrum toga: annar dæmi um
átakanlega harmsögulega reynslu - raunsæ mynd úr lífi íslensku landnemanna
vestra - hinn frásögn af skógarvillu sem vel gæti verið ein rótin að leikriti hans
,,Hringnum“.
Þegar litið er á höfundarverk Guttorms í heild sinni blasir það við að sem
ljóðskáld stendur hann undir merkjum hefðbundinnar íslenskrar ljóðagerðar 19.
aldar. Hugmyndalega er hann annars vegar mótaður af þjóðernisrómantík tíma-
bilsins, hins vegar af sósíalískum og raunsæilegum þjóðfélagslegum ádeilukveð-
skap. Myndmál hans og bragform eru einnig mörkuð sömu íslensku hefð. Sem
ljóðskáld gerðist Guttormur ekki frömuður nýjunga þrátt fyrir kynni sín af er-
lendum - einkum engilsaxneskum - bókmenntum. Hann verður varðveislumað-