Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 11
ANDVARI
ÁRNI FRIÐRIKSSON
9
Þór með allri áhöfn, og var þá leiðin opin til þess að gera tilraunir, senr
ástæða var að vænta sér miki'ls af.“
Rannsóknir þessar voru aðallega tvenns konar: I fyrsta lagi var notuð
botngreip, sem tekur sýnishorn af botninum, sé hann ekki of harður. Er
skemmst frá því að segja, að ekki fannst eitt einasta síldaregg úr 89 sýnis-
hornum, sem tekin voru úr botni af ýmsu tagi og dýpi. Botnvörputilraun-
irnar voru einnig neikvæðar. Var alls togað á 88 stöðvum með stóru síldar-
botnvörpunni frá Englandi. Alls fengust nærri 36 þúsund fiskar af 31
tegund, en þar af voru aðeins 122 síldar.
Árni fór nú að efast um fyrir alvöru, að hinn mikli síldarstofn við
Norðurland ætti rót sína að rekja til hrygningarsvæðanna við Suðurland,
nema að takmörkuðu leyti.
Hann segir svo um þetta (Norðurlands-síldin, bls. 225-226): „Að
framan höfum við kynnzt áranprinum, ef árangur skyldi kalla, af tilraun-
um þeim, sem ég gerði 1935-1936 til þess að finna síldarstofninn á hrygn-
ingarstöðvunum. Þetta mistókst. Egg síldarinnar á botninum fundust ekki,
og síldin fannst ekki sjálf, þar sem hún átti að vera ?.ð hrygna. Botnvörpu-
tilraunirnar tóku yfir allan heita sjóinn að kalla má fyrra árið (1935), en
vfir þýðingarmesta hluta hans það síðara (1936). Einnig náðu tilraunirnar
til fjögurra mánaða, febrúar (1936), marz, apríl og maí (1935). Niður-
staðan var svo gjörsamlega neikvæð, að mér d:tt ekki í hug að halda til-
raunum áfram á næstu árum. Eftir að hafa fengizt við að leita að einum
mesta síldarstofninum í norðurhöfum, þar sem hann átti að vera saman
kominn til þess að hrygna, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, án
þess að ná minnsta árangri, fór ég að efast urn sannleiksgildi gömlu kenn-
inganna um lifnaðarhætti síldarinnar, því að ég gat ekki komizt að ann-
arri niðurstöðu en þeirri, að hrygningarstöðvarnar væru ekki í hlýja sjón-
um hér við land á vetrarvertíðinni. Eg er þess fullviss, að eldri starfsbræð-
ur mínir, þeir sem drógu upp fyrstu myndina af lifnaðarháttum norðlenzku
vorgotssíldarinnar, hefðu verið mér sammála um það, að eitthvað væri
bogið við gömlu kenningarnar, ef þeir hefðu haft þá aðstöðu, sem ég
hafði 1935 og 1936, til þess að reyna þolrifin í þeirn. Ef fyrirrennarar
mínir hefðu stigið síðasta skrefið, reynt að veiða síldina fyrir sunnan
land á vorin, geno éo hess ekki dulinn, að þeir hefðu að fenginni reynslu
komizt að sömu niðurstöðu og ég, þeirri, að görnlu skoðanirnar þyrftu
endurskoðunar við. Með síldveiðitilraununum, sem ég gerði 1935 og 1936,
hef ég öðlazt betri aðstöðu en aðrir, sem við síldarrannsóknir hafa fengizt