Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 19
ANDVARI
ÁRNI FRIÐRIKSSON
17
stofna: á árunum 1922 til 1933 minnkaði skarkolaafli brezkra togara við
Island úr 56 vættum á 100 togtímum í 20 vættir, og ýsuafli minnkaði úr
243 vætturn á 100 togtímum árið 1922 í 85 vættir árið 1935.
Tillaga þessi var send til umsagnar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, og á
fundi þess í Kaupmannahöfn í júlí sama ár var samþykkt að setja á lagg-
irnar sérstaka nefnd, s. k. Faxaflóanefnd, er hafa skyldi með höndum
framkvæmd rannsóknanna í Faxaflóa, og var Árni alla tíð ritari hennar.
Vegna heimsstyrjaldarinnar síðari lauk Faxaflóanefnd fyrst störfum
árið 1946, og var það einróma álit Alþjóðahafrannsóknaráðsins, að rétt væri
að loka flóanum um nokkurra ára skeið undir vísindalegu eftirliti, en þeg-
ar til framkvæmda kom, skárust Bretar úr leik, og af þeim sökum tóku
fiskverndarmál okkar aðra stefnu svo sem kunnugt er.
Árið 1948 kom út skýrsla á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins um
niðurstöður Faxaflóarannsóknanna, og er þar samankominn mikill fróð-
leikur um Faxaflóa. Að þessari skýrslu stóðu margir merkir fiskifræðing-
ar, og er Árni höfundur eða meðhöfundur að 12 ritgerðum af þeim 26,
sem þar hirtust.
Endalok Faxaflóamálsins urðu Árna mikil vonbrigði, eins mikið og
hann hafði lagt á sig til þess að koma því í farsæla höfn. Þar sem útséð
var nú um, að friðun íslenzku fiskstofnanna yrði tryggð með þessum
liætti, var hafizt handa um undirbúning að almennri útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar, og kom það í hlut Árna sem forstöðumanns fiskideildar að
útbúa hin fiskifræðilegu rök í málinu, en þau voru ekki síður mikilvæg
en hin lögfræðilegu og efnahagslegu. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 4 mílur árið 1952 lokaðist Faxaflói fyrir öllum togveiðum útlendinga,
og rannsóknir næstu ára sýndu, svo að ekki varð urn villzt, að fiskstofn-
arnir í flóanum tóku kröftuglega við sér, sérstaklega ýsu- og skarkolastofn-
arnir.
Niðurstöður þessara rannsókna komu sér vel í útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar í 12 mílur sex árum síðar, enda höfðu Islendingar þá séð, að
hinar alþjóðlegu fiskveiðinefndir höfðu hvorki vilja né bolmagn til þess
að stemma stigu við hinni óheillavænlegu þróun, sem við blasti varðandi
helztu fiskstofna okkar.
Árið 1953 fékk Árni vin sinn Finn Devold fiskifræðing til Islands
til þ ess að kynna nýja aðferð við síldarleit, sem Norðmenn voru farnir
að beita með góðum árangri. Það var notkun s. k. asdik-tækis eða fiskrita,
Ö ö
en tæki þetta hafði verið notað í stríðinu til þess að finna kafbáta.