Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 19

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 19
ANDVARI ÁRNI FRIÐRIKSSON 17 stofna: á árunum 1922 til 1933 minnkaði skarkolaafli brezkra togara við Island úr 56 vættum á 100 togtímum í 20 vættir, og ýsuafli minnkaði úr 243 vætturn á 100 togtímum árið 1922 í 85 vættir árið 1935. Tillaga þessi var send til umsagnar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, og á fundi þess í Kaupmannahöfn í júlí sama ár var samþykkt að setja á lagg- irnar sérstaka nefnd, s. k. Faxaflóanefnd, er hafa skyldi með höndum framkvæmd rannsóknanna í Faxaflóa, og var Árni alla tíð ritari hennar. Vegna heimsstyrjaldarinnar síðari lauk Faxaflóanefnd fyrst störfum árið 1946, og var það einróma álit Alþjóðahafrannsóknaráðsins, að rétt væri að loka flóanum um nokkurra ára skeið undir vísindalegu eftirliti, en þeg- ar til framkvæmda kom, skárust Bretar úr leik, og af þeim sökum tóku fiskverndarmál okkar aðra stefnu svo sem kunnugt er. Árið 1948 kom út skýrsla á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins um niðurstöður Faxaflóarannsóknanna, og er þar samankominn mikill fróð- leikur um Faxaflóa. Að þessari skýrslu stóðu margir merkir fiskifræðing- ar, og er Árni höfundur eða meðhöfundur að 12 ritgerðum af þeim 26, sem þar hirtust. Endalok Faxaflóamálsins urðu Árna mikil vonbrigði, eins mikið og hann hafði lagt á sig til þess að koma því í farsæla höfn. Þar sem útséð var nú um, að friðun íslenzku fiskstofnanna yrði tryggð með þessum liætti, var hafizt handa um undirbúning að almennri útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, og kom það í hlut Árna sem forstöðumanns fiskideildar að útbúa hin fiskifræðilegu rök í málinu, en þau voru ekki síður mikilvæg en hin lögfræðilegu og efnahagslegu. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur árið 1952 lokaðist Faxaflói fyrir öllum togveiðum útlendinga, og rannsóknir næstu ára sýndu, svo að ekki varð urn villzt, að fiskstofn- arnir í flóanum tóku kröftuglega við sér, sérstaklega ýsu- og skarkolastofn- arnir. Niðurstöður þessara rannsókna komu sér vel í útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 12 mílur sex árum síðar, enda höfðu Islendingar þá séð, að hinar alþjóðlegu fiskveiðinefndir höfðu hvorki vilja né bolmagn til þess að stemma stigu við hinni óheillavænlegu þróun, sem við blasti varðandi helztu fiskstofna okkar. Árið 1953 fékk Árni vin sinn Finn Devold fiskifræðing til Islands til þ ess að kynna nýja aðferð við síldarleit, sem Norðmenn voru farnir að beita með góðum árangri. Það var notkun s. k. asdik-tækis eða fiskrita, Ö ö en tæki þetta hafði verið notað í stríðinu til þess að finna kafbáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.