Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 57
GILS GUÐMUNDSSON:
Svínaskálabóndi segir tíðindi
i
Blaðið Norðanfari á Akureyri birti í ágústmánuði 1863 eftirfarandi frétta-
bréf að austan:
„11. f. m. var oss meðal annars skrifað af herra Jónasi bónda Símonarsyni
á Svínaskála í Reyðarfirði á þessa leið: 20 júnímánaðar þ. á. kom þrímastrað
hvalveiða barkskip frá Nýju Jórvík og heitir það „Hreindýrið“, en skipstjórinn
Tomas W. Roys; skipverjar eru 23, og höfðu þeir verið rnánuð á leiðinni
hingað. . . .
Skipari Roys segist hafa verið hér undir landi við hvalveiðar árin 1855-58,
og árið 1855 var bróðir hans hér á öðru skipi, og heppnaðist veiðin svo vel,
að hann fermdi skipið með hvallýsi. Skipstjóri Roys á skipið, sem hann nú er á,
í félagi við annan, sem heitir Liljendahl og á heima í Nýjujórvík, auðugur mjög
og á mörg skip í förum. Heppnist nú Roys vel fyrirtæki sitt í ár, þá ætlar hann
að senda hingað að ári 5-6 skip önnur, öll til hvalaveiða. Hann telur hvalaveið-
ina arðsama, því heppnist sér nú að fá skipið fermt með hvallýsi, sé farmurinn
600 þús. dollara virði.
Skotvopn þau eða byssur, sem Roys hefur til veiða þessara, eru nýuppfundn-
ar af honum sjálfum, og segir hann þær hafi kostað sig 100 þús. dollara og
vinstri hönd sína, er hann eitt sinn missti, þá er hann var að reyna byssur sínar,
hverjar hann hafi einkaleyfi til að smíða. Þessar byssur eru að ætlun minni öll-
um öðrum byssum eða skotvopnum ólíkar, sem hér hafa sést, og vildi ég geta
lýst þeim svo að landar mínir, sem hafa fengist við hvalaveiðar, gætu haft not
af, en það er varla hægt. Byssan sjálf er þriggja til fjögra álna löng, eru þær
bornar á öxlum og lengdar með gaffli til að halda þeim í jafnvægi á öxlinni.
A miðjunni er kringlótt látúnsspjald hleypt upp á, til hlífðar andlitinu, á spjaldi
þessu er annað spjald, sem lokið er upp og sigtað um. Þetta lok slæst fyrir þá
af er hleypt. Að framan er hlaupið aðeins tveir járnteinar, á millum hverra örin
Iiggur, sem öll er með skothylkinu þriggja álna löng, og er hleypt tveim álnum
af örinni inn í hólkinn. Tveir samhliða teinar, með lykkju fyrir endann, tveggja
álna langri, þá gildnar hún og koma skutulfjaðrir og framar skrúfa, þar á er
skrúfað hylki, það er hér um 20 þumlungar, og fram af því stendur járnbrodd-