Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 43

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 43
andvari FRANZ SCHUBERT 41 Beethoven stóð við upphaf þess tímabils á tindi frægðar sinnar og sköpunarmáttar, hátt hafinn yfir samtíð sína í andlegum skilningi og þann tíðaranda, er þá ríkti. Schubert, þá naumast tvítugur að aldri, stóð í skugga Beethovens og undir ægis- hjálmi hans. Hann hafði að vísu lifað þá tíð, er herlúðrar Napóleons gullu við Austerlitz og Wagram, og orðið vitni að innreið Fransmanna í sjálfa Vínarborg, en einasta framlag hans til varnar föðurlandinu var sönglagið „Auf den Sieg der Deutschen" og átti að vera einskonar heróp, samið er hann var 16 ára og enn í skóla, sennilega fremur af ytri en innri hvöt. Schubert var engin „frelsishetja“. Hann var himinborinn söngvari, Vínarbúi og af örlögunum ætlað að inna mikið starf af hendi sem tónskáld á örstuttu æviskeiði. Hann varð að hafa sig allan við. I kringum þessi tvö stórmenni tónlistarinnar moraði af minni spámönnum, áhugamönnum, listvinum og viðvaningum, sem gáfu unnvörpum út verk eftir sig, töldust til tónskálda og nutu stundarframa. Þeir eru nú flestir löngu gleymdir. Schubert naut aldrei sama brautargengis og þessir menn, samdi sig enda aldrei að setustofu-skartmenningu þeirri, er þá ríkti. Hann dró sig í hlé undan mæðu hversdagsleikans inn á ódáinsland listarinnar og fann í söngnum þá fegurð, sem hann þráði. Franz Peter Seraph Schubert var af alþýðufólki kominn. Faðir hans var kennari, ættaður og aðkominn frá Bæheimi. Hann settist að í Lichtenthal, einni útborg Vínarborgar, stofnaði þar skóla og hlóð niður ómegð; eignaðist 19 börn með tveim konum, og var Franz Peter fimmti í röðinni af fjórtán í fyrra hjóna- bandi. Hann fæddist 31. janúar árið 1797. Mörg systkina hans dóu í bernsku. Fjölskyldan var sönggefin, og fór snemma að bera á tónnæmi Franz Peters. Elztu bræður hans tveir, Ignaz og Ferdinand, urðu, ásamt föðurnum, fyrstu leiðbein- endur hans í píanó- og fiðluleik. Hann lék 10 ára gamall á bæði þessi hljóðfæri og fór að setja saman lög - á laun - þegar á ellefta aldursári. Drengurinn hafði laglega söngrödd og komst því sem sópransöngvari í hinn konunglega og keisara- lega hirð-drengjakór. Þeirri stöðu fylgdi námsdvöl í heimavistarskóla, sem kall- aðist „Das Stadt-Konvikt“ (það mætti e. t. v. þýða Borgarskólinn), þar sem kenndar voru ýmsar greinar tónlistarinnar, auk venjulegra námsgreina. Var það 5 ára nám, og fékk Schubert þar skólamenntun sína. Vistin í skólanum var ekki að öllu leyti sem bezt. Þar ríkti naumleiki í viðurgerningi við nemendur, og var Franz oft svangur og kvartaði yfir því við bróður sinn. Skotsilfur hafði hann og af skornum skammti, því að faðir hans var fátækur. En hann lærði margt og hitti 'fyrir skólafélaga, sem var 9 árum eldri en hann, Joseph Spaun að nafni, og stýrði 2. fiðlu í hljómsveit skólans. Hann tók hinn minni skólabróður undir verndarvæng sinn og batt við hann vináttu ævilangt upp frá því. Spaun segir frá því síðar í minningum sínum um Schubert, að hann hafi verið settur í 2. fiðlu til sín og hafi hann, Spaun, heyrt vel í fiðlu nýliðans litla, sem stóð aftan við stól forfiðlarans og las yfir öxlina á honum af sama blaði. „Ég varð þess brátt var,“ segir Spaun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.