Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 62

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 62
60 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI þannig fram, að bátum þessum var róið sem næst hvalnum. Skyttan stóð í stafni og hafði hvalabyssuna á vinstri öxl sér. Vopn þetta var um sex feta langt og nálægt 40 kg að þyngd. Má nærri geta, að torvelt hefur verið að beita því, einkum ef ekki var sléttur sjór og hægviðri. Litlar heimildir eru varðveittar um veiðarnar sumarið 1863. Þó er vitað, að eftirtekjan varð rýr. Hvalur var nægur og tiltölulega gæfur, en mjög treglega mun hafa gengið að ná hvölunum, þótt komið yrði á þá skoti. Voru mikil brögð að því, að hvalir sykkju og töpuðust, eftir að þeir höfðu veri járnaðir. Bendir til þess auglýsing sú, sem birtist í Þjóðólfi haustið 1863, undirrituð af Ludvig Popp, kaupmanni á Eskifirði. Auglýsingin var á þessa leið: Hér með geri ég undirskrifaður mönnum kunnugt: að hvalveiðimaðurinn T. W. Roys frá Nýju Jórvík í Vesturheimi, sem í sumar hefur dvalið um tíma hér á Reyðarfirði, og með sfnum einkennilegu byssum drepið nokkra hvali, hefur selt mér sinn rétt til skotmannshlutar úr öllum þeim hvölum, sem hann hefur drepið, en ekki náð. Þess vegna bið ég alla þá, sem hlut eiga að máli, hvar þessir hvalir, sem hans einkennilegu skotjárn finnast í, reka eða verða að landi fluttir, að hirða minn skotmannshlut og gera mér skil fyrir honum; skal ég borga það sanngjarn- lega. Þetta bið ég útgefara Þjóðólfs að auglýsa í blaði sínu. Eskifirði, þann 4. sept. 1863. L. Popp.“ Eins og auglýsing þessi ber með sér, hafa hinir amerísku hvalveiðimenn hætt veiðum snemma að þessu sinni. Auk erfiðleikanna við að ná hvölum þeim, sem skotnir voru, kann það að hafa stytt dvölina, að íslensk yfirvöld munu hafa dregið í efa lögmæti ýmissa athafna þessara aðkomumanna, margvísleg viðskipti við landsbúa, m. a. sölu á hvalkjöti og rengi, svo og langdvalir hvalveiðiskipsins á höfnum inni. Vorið 1864 kom Roys aftur á skipi sínu á Reyðarfjörð og taldi sig nú betur í stakk búinn til athafna en sumarið áður. Helsta heimildin um aflabrögðin að þessu sinni er fréttapistill í Þjóðólfi 29. ágúst 1864. Þar segir: „Hvalaveiðamaðurinn F. W. Roys frá Nýju-Jórvík (New York) í Vestur- heimi, hinn sami er kom til Múlasýslnanna í fyrra, en gekk þá illa veiðin, kom nú aftur þar á sömu stöðvarnar í vor, og var betur útbúinn að ýmsu heldur en hið fyrra ár; enda hefur honum nú heppnast miklu betur. Eftir því sem oss er skrifað úr Múlasýslum, voru þeir um byrjun fyrra mánaðar búnir að færa inn á Eskifjörð fjóra hvali, en þar að auki hafði tvo hvali rekið á Norðfirði, er þeir gátu helgað sér. Þriðja hvalinn, er Frakkar höfðu fundið dauðan úti á sjó og færðu síðan til lands, gátu veiðimennirnir ekki staðhæft að væri sín eign. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.