Andvari - 01.01.1980, Page 62
60
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
þannig fram, að bátum þessum var róið sem næst hvalnum. Skyttan stóð í stafni
og hafði hvalabyssuna á vinstri öxl sér. Vopn þetta var um sex feta langt og
nálægt 40 kg að þyngd. Má nærri geta, að torvelt hefur verið að beita því,
einkum ef ekki var sléttur sjór og hægviðri.
Litlar heimildir eru varðveittar um veiðarnar sumarið 1863. Þó er vitað, að
eftirtekjan varð rýr. Hvalur var nægur og tiltölulega gæfur, en mjög treglega mun
hafa gengið að ná hvölunum, þótt komið yrði á þá skoti. Voru mikil brögð að
því, að hvalir sykkju og töpuðust, eftir að þeir höfðu veri járnaðir. Bendir til
þess auglýsing sú, sem birtist í Þjóðólfi haustið 1863, undirrituð af Ludvig Popp,
kaupmanni á Eskifirði. Auglýsingin var á þessa leið:
Hér með geri ég undirskrifaður mönnum kunnugt:
að hvalveiðimaðurinn T. W. Roys frá Nýju Jórvík í Vesturheimi, sem í sumar
hefur dvalið um tíma hér á Reyðarfirði, og með sfnum einkennilegu byssum
drepið nokkra hvali, hefur selt mér sinn rétt til skotmannshlutar úr öllum þeim
hvölum, sem hann hefur drepið, en ekki náð.
Þess vegna bið ég alla þá, sem hlut eiga að máli, hvar þessir hvalir, sem
hans einkennilegu skotjárn finnast í, reka eða verða að landi fluttir, að hirða
minn skotmannshlut og gera mér skil fyrir honum; skal ég borga það sanngjarn-
lega. Þetta bið ég útgefara Þjóðólfs að auglýsa í blaði sínu.
Eskifirði, þann 4. sept. 1863.
L. Popp.“
Eins og auglýsing þessi ber með sér, hafa hinir amerísku hvalveiðimenn hætt
veiðum snemma að þessu sinni. Auk erfiðleikanna við að ná hvölum þeim, sem
skotnir voru, kann það að hafa stytt dvölina, að íslensk yfirvöld munu hafa
dregið í efa lögmæti ýmissa athafna þessara aðkomumanna, margvísleg viðskipti
við landsbúa, m. a. sölu á hvalkjöti og rengi, svo og langdvalir hvalveiðiskipsins
á höfnum inni.
Vorið 1864 kom Roys aftur á skipi sínu á Reyðarfjörð og taldi sig nú betur
í stakk búinn til athafna en sumarið áður. Helsta heimildin um aflabrögðin að
þessu sinni er fréttapistill í Þjóðólfi 29. ágúst 1864. Þar segir:
„Hvalaveiðamaðurinn F. W. Roys frá Nýju-Jórvík (New York) í Vestur-
heimi, hinn sami er kom til Múlasýslnanna í fyrra, en gekk þá illa veiðin, kom
nú aftur þar á sömu stöðvarnar í vor, og var betur útbúinn að ýmsu heldur en
hið fyrra ár; enda hefur honum nú heppnast miklu betur. Eftir því sem oss er
skrifað úr Múlasýslum, voru þeir um byrjun fyrra mánaðar búnir að færa inn
á Eskifjörð fjóra hvali, en þar að auki hafði tvo hvali rekið á Norðfirði, er þeir
gátu helgað sér. Þriðja hvalinn, er Frakkar höfðu fundið dauðan úti á sjó og
færðu síðan til lands, gátu veiðimennirnir ekki staðhæft að væri sín eign. Þeir