Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 50
48 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI í þrískiptum takti af snilld á lútu sína. Sonur hans, sem les heimsspeki, er nýkom- inn heim í leyfi, - ég vona, að mér líki við hann. Kona hans er eins og hver önnur kona, sem þykist vera náðugfrú. Armaðurinn er sem kjörinn í embætti sitt og heldur beztu reglu í hirzlum sínum og pyngjum. Húslæknirinn, sem er mjög laginn, er veill heilsu eins og gömul kona, ekki eldri en 24 ára. Það er í meira lagi á móti reglunum. Handlæknirinn, sem ég kann bezt við, er virðulegur öldung- ur, hálfáttræður, síglaður og kátur. Guð gefi okkur öllum slíka elli. Bústjórinn er blátt áfram og bezti náungi, æringi og góður músíkus, greifanum innan handar og til ánægju. Við erum oft saman. Matsveinninn léttúðugur, herbergisþernan þrítug, stofustúlkan mjög lagleg og mér oft til skemmtunar, barnfóstran gömul og góð, brytinn sambiðill minn. Hestastrákarnir tveir hæfa betur hrossum en fínu fólki. Greifinn, hálfgerður ruddi, greifafrúin stærilát, en þó viðkvæmari, ungu greifa- dæturnar góð börn. Steik hefi ég ekki bragðað til þessa. Og nú veit ég ekki meir í minn haus annað en það, - og þarf varla að taka það fram við ykkur, sem þekkið mig, - að vegna einlægni minnar, sem mér er eðlileg, fer vel á með mér og öllu þessu fólki.“ Ekki ber á öðru en Schubert hafi liðið vel hjá greifafjölskyldunni, enda laus við bjargræðisáhyggjur í bili og í góðu næði. En þótt hann yndi sér vel í Zelész og semdi þar í friði verk sín, saknaði hann alltaf sinnar kæru Vínarborgar, vinanna, gönguferðanna, Schubertkvöldanna, leikhúsanna. Hann sneri heim um haustið, ríkari að reynslu og hughrifum. Honum hafði og bætzt nýr strengur á skáldhörpu sína, - ungverski strengurinn. Hann hljómar í glöðu verki, „Silungskvintettinum“, sem hann semur sumarið eftir á ferðalagi um sveitir landsins. Síðasti þátturinn er „all’ ongarese“, ungverskur dans. Ungverskra áhrifa gætir seinna í fleiri verk- um, og mætti hér t. d. nefna klið sígenahljóðfærisins zimbalom (einskonar hörpu, sem slegin er með kjuðum) í inngangsþætti Fantasíunnar í C-dúr f. fiðlu og píanó, er Schubert samdi árið áður en hann dó. Sönglagið „Silungurinn“ (Die Forelle), sem kvintettinn ber heiti af og notað er sem stef í einum þætti hans, er spriklandi fjörugt eins og fiskurinn í vatninu. Hann samdi það á einni kvöldstund, árið áður en kvintettinn varð til, og lýsir því í tileinkuninni til Jósefs Huttenbrenners, bróður Anselms vinar síns, sem hann er staddur hjá. Hún er á þessa leið: Wien 21. febr. 1818. „Besti vinur! Það gleður mig stórlega, að yður falla lög mín vel í geð. Sem vott innilegrar vináttu minnar sendi ég yður hér með enn eitt lag, sem ég setti saman hjá Anselm um miðnættið. Mér væri það kært, ef við ættum eftir að blanda geði hvor við annan yfir púnsglasi. Vale. E.skr.: Rétt í þessu gerðist það, er ég syfjaður og í flýti ætlaði að strá sandi yfir þetta plagg, að ég greip blekbyttuna í staðinn og hvolfdi óvart úr henni yfir blaðið. Hvílík skyssa!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.