Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Síða 30

Andvari - 01.01.1980, Síða 30
28 LUDVIG HOLM-OLSEN ANDVAM verið var að undirbúa ferðina, skrifaði Laurids Srnith, fyrrum rektor í Þránd- heimi, til kennara krónprinsins, að hluti af „Præparatorier til den norske Reise [var] at han iob Snorro igjennem [.. J Læsningen er i sig selv morsom, og ved Samtale vilde det blive meget bemærket/1 segir Smith rektor í bréfinu, vegna þess að „det er temmelig almindelig blandt de norske Bonder, fornemmelig de veihavende, at de vide noget og det endda en Del af den gamle norske Historie, som de have af Snorro Sturlesens Læsning.“ Annars staðar úr Noregi er svipaðar frásagnir að finna. Þekktust er frá- sögn verksmiðjueigandans og stjórnmálamannsins Jacobs Aall. Hann segir frá því, þegar hann settist að á Austur-Ögðum um 1800, að þá var þýðing Peders Claus- sönar í „de anseligste Bonders Hænder, og udgjorde deres meest yndede Læs- ning.“ Hann leyfir sér einnig að segja, að hún hafi verið eftirlætisbók Norðmanna „indtil den efterhaanden ved Slid og Brug er saa godt som forsvunden.“ Ef til vill tekur Jacob Aall hér nokkuð djúpt í árinni. En til eru enn fleiri skemmtilegar frásagnir um, að þýðing Peders Claussönar á Heimskringlu hafi í reynd verið lesin af bændum víðs vegar um landið. Ég skal aðeins nefna tvær. I lýsingu á Björgvin frá 1824, sem þeir sömdu Lyder Sagen og Herman Foss, segir, að á bæjum í nágrenni Björgvinjar rnegi oft rekast á þýðinguna. Skáldið Henrik Wergeland heimsótti 1842 Ole Haagenstad, bónda og stórþingsmann í Guð- brandsdal. Þar lá Snorri á borði. „Intetsteds forekom han mig mere hjemme,“ segir Wergeland. Auðvitað var Snorri lesinn í kaupstöðum landsins líka. En þegar við heyrurn sérstaklega frá því sagt, að Heimskringlu hafi verið að finna hjá bændurn og búaliði, er það vegna þess að frásagnirnar eru skrifaðar af embættismönnum og háskólamenntuðum mönnum, sem gjarna vildu vekja athygli á þjóðlegum áhuga bænda. í þeirra eigin hópi var Heimskringla ekki síður lesin og skildi þar eftir sín spor. Sennilegt er talið, að útgáfan 1757 hafi verið prentuð í 600 eintökum, en það var algengt á þeirri tíð. Líklegt má telja, að urn helmingur upplagsins hafi komið til Noregs. Eftirlætisbók í okkar skilningi getur bókin því ekki talist. En 5 til 400 eintök var þó margföld tala þeirra handrita af Heimskringlu, sem til munu hafa verið á miðöldum í Noregi. í lok 18. aldar og framan af 19. öld er það Norðmaðurinn Gerhard Schöning, sem mest hefur stuðlað að því að kynna frásagnir Snorra Sturlusonar í Noregi auk Peders Claussönar. Gerhard Schöning var rektor í Þrándheimi, seinna prófessor í Sorö og síðast þjóðskjalavörður í Kaupmannahöfn. Hann gaf Heims- kringlu út bæði með latneskri þýðingu og danskri þýðingu, sem Jón Ólafsson frá Grunnavík gerði. Þessi útgáfa frá því um 1780 reyndist gagnleg fræðimönnum. Miklu fleiri urðu þó til að lesa Norges Riiges Historie Schönings. Hann hafði ráðgert, að ritið skyldi spanna alla sögu Noregs allt frá fyrstu tíð. Verkið varð þrjú stór bindi, en náði þó aðeins fram á daga Ólafs konungs Tryggva- sonar. Schöning var ljóst, að sögunum var ekki ávallt að treysta. Að dórni okkar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.