Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 44
42 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI „að fiðluleikarinn litli að baki mér var miklum mun taktvissari en ég sjálfur. Og eftir að hafa gert mér þetta ljóst, tók ég einnig eftir því, hvernig þessi hljóð- láti og óframfærni drengur hreifst af þeim fallegu sinfóníum, sem við æfðum saman, og gaf sig allan tónlistinni á vald.“ Það voru einkum sinfóníur Haydns og Mozarts, sem þeir fengust við, og urðu Adagio-þættirnir í sinfóníum Haydns og sinfónía Mozarts í g-moll sérstaklega til að hrífa hann. Schubert sagði Spaun, að hann yrði frá sér numinn, þegar hann ætti við g-moll sinfóníuna, og í milli- kafla Menúettsins í þessari sinfóníu Mozarts „heyrðist sér englar syngja“. Sinfóníur Beethovens fengu einnig mjög á hann, en á annan hátt. Hann tignaði Beethoven, en elskaði Mozart. Mozart var ljúflingur hans, og forleikur- inn að „Brúðkaupi Figaros" „fegursti forleikur í heimi“, eins og hann sagði og hrópaði í hrifningu, svo allir heyrðu. Að öðru var hann fáskiptinn og fór oft einförum. Einn af skólafélögunum mundi eftir litla snáðanum með gleraugun, hvernig hann gekk um einsamall, álút- ur, með hendurnar á bakinu og brosti með sjálfum sér. Schubert fékkst við að semja tónverk í skólanum og sýndi Spaun tilraunir sínar, fyrst „menúetta“, sem óðar féllu svo vel í geð hinum eldri nemanda, að Spaun sýndi þá hróðugur vinum sínum öðrum, er léku þá sér til yndis, sérstaklega fiðluleikari einn, Anton Schmidt, er leikið hafði með Mozart í kvartett hans. Wenzel Ruczizka hét kennari Schuberts í „generalbassa", þ. e. í hljómsetn- ingarlist eftir gefnum bassa. Ruczizka var organisti við hirðina. Hann sagði hrærður um nemanda sinn, Franz Peter, og að honum viðstöddum: „. . . honum get ég ekkert kennt, hann hefir þetta alltsaman frá góðum Guði.“ Fyrsta sönglagið sem Schubert samdi, 14 ára gamall, „Hagars Klage in der Wúste“ („Harmur Hagars í eyðimörl<;inni“), vakti eftirtekt óperutónskáldsins Antonio Salieris, fyrsta kennara Beethovens, og bauðst Salieri til að kenna honum tónsmíði. Gerðist þá Schubert nemandi hans utan skólans og lærði hjá honum í þrjú ár. Salieri reyndist honum vel, og tók Schubert tilsögn hans, þótt hann léti þennan fremur afturhaldssama gamla tónsmið ekki innræta sér ítalskan smekk. Salieri hafði verið nemandi Glucks, hann var aðdáandi Mozarts og öfundarmaður, ítali, af gamla skólanum. Salieri naut mikils álits, en samdi sig lítt að siðum Vínarbúa og talaði slæma þýzku þrátt fyrir langa dvöl í landinu. Schubert tók undraverðum framförum í tónsmíðikunnáttu sinni, og er fram í sótti, fékkst hann við hin erfiðustu viðfangsefni, samdi auk sönglaga, sem spruttu ósjálfrátt fram, sónötur, kvartetta og jafnvel óperur. En hann var svo fátækur, að hann gat ekki keypt sér nótnapappír, og varð Spaun, sem hafði meiri auraráð, að sjá honum fyrir óteljandi rísum af pappír og þurfti stöðugt að fá honum nýjar birgðir, því að hann var sískrifandi og færðist æ meira í fang. Það munu hafa verið óperur Mozarts og Glucks, sem kveiktu í honum þá löngun að semja söngleik. Hann hlustaði á þær með algleymis-eftirtekt og lófana fyrir munninum. „Iphigenia auf Thauris“ eftir Gluck gagntók hann. Og söng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.