Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 63
ANDVARI
SVíNASKÁLABÓNDI SEGIR TÍÐINDI
61
taka spik allt til sín og öll bein, en selja landsmönnum rengið, hverja vætt á 9
mörk, og þvestið á hálfan dal. Þeir þóttust heldur mannfáir, er veiðin heppn-
aðist þeim nú svo vel, og réðu því til sín sumarlangt fjóra Islendinga. Eigi er
oss skrifað, með hverjum kjörum það var. En það væri mikils vert, ef lands-
menn kæmust upp á þessa veiðiaðferð þeirra og sameinuðu sig síðan til að stunda
hana sjálfir.“
I febrúarmánuði 1864 hafði amtmaðurinn í Norður- og Austuramti ritað
dómsmálastjórninni bréf og spurst fyrir um, hver væri réttur manna frá öðruni
þjóðlöndum til hvalveiða við íslandsstrendur og rekstrar hvalveiðastöðvarskips
þar á höfnum inni. Aður en þessari fyrirspurn var svarað, höfðu þeir Roys og
Lilliendahl ákveðið að kanna möguleikana á því að öðlast ríkisborgararétt á
Islandi. 1 bréfi dómsmálastjórnarinnar til amtmans 21. nóv. 1864 segir svo:
„Hingað hefur borist erindi dags. 8. júní þetta ár, þar sem fyrrgreindir
herrar (Roys og Lilliendahl) fara þess á leit, annað tveggja sameiginlega eða
hvor í sínu lagi að öðlast borgararétt á Islandi til að geta rekið þaðan hvalveiðar.
Spyrja þeir, hvort þeim sé ekki unnt að því búnu að njóta sama réttar og Is-
lendingar, svo framarlega sem þeir öðlist eignarrétt á landssvæði og annað
tveggja kaupi eða reisi þar hús yfir sjálfa sig, starfslið sitt og athafnir, enda
hlíti þeir í einu og öllu íslenskum lögum og fyrirmælum.
Af þessu tilefni lýsir dómsmálastjórnin yfir því, að samkvæmt íslenskum
lögum er ekkert því til fyrirstöðu, að fyrrgreindir herrar taki sér búsetu á Is-
landi og reki þaðan hvalveiðar, en þó verða þeir að skrásetja skip þau, er þeir
nota til veiðanna, á íslandi og hlíta reglum þeim, er þar gilda.“ Loks er þess
getið, að leyfi þetta gildi um atvinnurekstur á íslandi annan en verslunarrekstur.
Til verslunar þurfi verslunarleyfi og um hana gildi sérstök ákvæði.
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika höfðu hvalveiðar þeirra Roys og Lilliendahls
gengið allsæmilega sumarið 1864, og færðust þeir nú allir í aukana, einkum eftir
að þeir þá um haustið fengu hér aðsetursrétt. Fóru þeir nú að svipast um eftir
hentugri bækistöð í landi og sömdu jafnframt um smíði á litlum gufubát í Bret-
landi. Þá töldu þeir sig nú einnig hafa endurbætt svo hvalabyssu sína, að ástæða
væri til að sækja um einkaleyfi á þessari gerð hennar. Það einkaleyfi fengu þeir
í Bretlandi árið eftir. Síðan tóku þeir að auglýsa „Patent rockets, Harpoons and
Guns“ í amerískum blöðum og báru hið mesta lof á vopn þessi.
V
Næstu fréttir af athafnasemi þeirra félaga berast með Norðanfara 30. maí
1865:
„Hvalaveiðimaðurinn Th. W. Roys frá Nýju Jórvík í Vesturheimi kvað
væntanlegur í sumar á gufuskipi til Seyðisfjarðar. Hann hefur með bréfi lög-
stjórnarinnar frá 21. nóv. f. á. fengið hér á íslandi aðseturs- og veiðirétt, einnig að