Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 108
106
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
En Egill lauk á gamals aldri á vorþingi upp sættargerð milli þeirra Steinars og
Þorsteins Egilssonar, er deilt höfðu ákaft um landamerki milli Borgar og Ána-
brekku. Kvað Egill svo á, að Steinarr skyldi „láta laust land sitt á Ánabrekku
ok hafa eigi fyrir fé“.
í næstsíðustu vísu Egils í sögu hans verður honum enn hugsað til orða. er
hann reikar um blindur eða eins og frá segir í 85. kapítula sögunnar:
„Egill varð með öllu sjónlauss. Þat var einhvern dag, er veðr var kalt um
vetrinn, at Egill fór til elds at verma sik. Matseljan ræddi um, at þat var undr
mikit, slíkr maðr sem Egill hafði verit, at hann skyldi liggja fyrir fótum þeim,
svá at þær mætti eigi vinna verk sín. „Ver þú vel við,“ segir Egill, „þótt ek
bökumk við eldinn, og mýkjumsk vér við um rúmin.“ „Statt þú upp,“ segir hon,
„og gakk til rúms þíns og lát oss vinna verk vár.“ Egill stóð upp og gekk til rúms
síns ok kvað:
Hvarfak blindr of branda,
bidk eirar Syn geira,
þann berk harm á hvarma
hnitvöllum mér, sitja,
es jarðgöfugr ordum,
ord mín konungr forðum
hafði gramr at gamni,
Geirhamðis mik framði.
Hvarfak blindr sitja of branda; biðk geira Syn (konuna) eirar; þann harm
berk á hvarma hnitvöllum (augum) mér, es jarðgöfugr (konungur) framði mik
orðum Geirhamðis (orðum jötuns; gulli); gramr konungr hafði forðum orð mín
at gamni (skáldið minnist hér viðureignar sinnar við Eirík blóðöx).
I allra seinustu vísu Egils leikur hann sér einungis að orðum, eins og vér sjáum
hér á eftir:
Langt þykki mér,
ligg einn saman,
karl afgamall,
á konungs vörnum;
eigum ekkjur
allkaldar tvœr,
en þær konur
þurfu blossa.
Olafur M. Olafsson hefur skýrt á konungs vörnurn svo, að það þýði á dúni,
en dúnn er meðal mannaheita í nafnaþulum. Orðtakið að liggja á dúni er þekkt
úr fornu kvæði og lýtur hér auðvitað að því, að Egill er orðinn karlægur.