Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 36
34
LUDVIG HOLM-OLSEN
ANDVARI
verk hans styðjast við sögulegar staðreyndir, sem hann hefur úr dróttkvœðum,
eldri sagnfræðiritum og úr munnlegri geymd, en sjálfur hefur hann blásið lífi í
frásagnirnar og gert þær að lifandi heild.
Eins og eðlilegt má teljast, hafa norskir fræðimenn haft rnestan áhuga á
gildi konungasagna sem sögulegum heimildum. Verður að telja það eðlilegt,
þar sem þær snerta svo mjög sögu Noregs. En eftir því sem rannsóknir hafa leitt
í ljós stöðugt minna heimildargildi sagnanna, hafa fræðimenn í auknum mæli
leitað til annarra heimilda.
Snemma tóku fræðimenn að leita til forn-norskra laga, fornleifa, rúnaáletrana
og örnefna. Heimildir um landbúnað og hagsögu hafa einnig verið notaðar, og
heimildir, sem orðið hafa til vegna peningafunda, hafa reynst mikilvægar.
Allt hefur þetta orðið til þess að fylla í eyðurnar og leiðrétta frásagnir kon-
ungasagnanna. Enn freista konungasögur þó til frekari rannsókna.
Verkefni það, sem Storm benti á að þyrfti að vinna og Koht sagði fyrir um:
að rannsaka sögurnar, og þá sérstaklega Heimskringlu, sem heimildir um þann
tíma, þegar þær voru skrifaðar, - þetta verkefni hefur enn ekki verið leyst. Við
höfum fengið ljósari mynd af öðrum þáttum, er tengjast verkum Snorra. Við
höfum öðlast skilning á því, hvernig hann vann úr heimildum sínum, og við
höfum skilið, hvernig hann öðlaðist á því vald sem sagnaritari og listamaður.
Eg vil aftur víkja að framlagi norskra fræðimanna og þá fyrst nefna bók
Gustavs Storms um sagnaritun Snorra. í bókinni bendir hann á, hvernig
Snorri gerir eina samfellu úr sögu konungsættanna, m. a. með því að rekja að-
dragandann að sögu hvers konungs í' næstu sögu á undan. Eitt af listrænum
brögðum Snorra, sem hann hefur fram yfir Morkinskinnu og Fagurskinnu, er
að „Sagaens Hovedperson altid bor have Hovedinteressen, og de til Begiven-
hedernes Udvikling nodvendige Bipersoner, hans Modstandere saavel som hans
Venner, bor skildres saaledes, at de danner en Ramrne om ham uden dog at
drage Interessen fra ham,“ eins og Storm orðar þetta.
Jafnvel aukapersónur verða lifandi í meðförum Snorra, segir Storm. Það sem
er sérkennandi fyrir skáldgáfu hans, er einmitt hinn lifandi frásagnarstíll hans.
Ur aragrúa af ólíkum heimildum reynir hann „forst at danne sig et selvstendigt
Syn paa Personlighederne, og paa Grundlag af dette Totalsyn udvikler han deres
Karakter og Skjebne.“ Eg skal ekki rifja upp fleira af því, sem Storm ritar um
þetta. Eg vil aðeins vekja sérstaka athygli á, að tvö af Iykilorðunum sem
hann notar er skáldgáfa Snorra og heildarsýn hans. Skilningur Storms á verkum
Snorra vekur ef til vill ekki neina furðu nú. Það er hins vegar mikilsvert að
leggja sér á minni, að hann var aðeins 25 ára, þegar hann skrifaði þetta, og
það er skrifað fyrir 100 árum.
Meðal þeirra norsku fræðimanna, sem lagt hafa sitt af mörkum til að varpa
ljósi á list Snorra Sturlusonar, er Fredrik Paasche. Vel mætti tefja lengi við verk