Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 104
102
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAHI
er yrkisefnið annað: að vegsama vin sinn Arinbjörn hersi. Má segja, að eftirfar-
andi erindi, er Egill orti eitt sinn um Arinbjörn og örlæti hans, sé skemmtilegur
fyrirboði kviðunnar:
Sjálfrádi lét slœður
silki drengr of fengit
gollknappaðar greppi,
getk aldri vin betra.
Arinbjörn hefr árnat
eirarlaust eða meira,
síð man seggr of fæðask
slíkr, oddvita ríki.
Egill hefur Arinbjarnarkviðu á þessa leið:
Emk hraðkvœðr
hilmi at mæra,
en glapmáll
of gloggvinga,
opinspjallr
of jöfurs dáðum,
en þagmælskr
of þjóðlygi,
skaupi gnægðr
skrökberöndum,
emk vilkvæðr
of vini mína;
Eins og við blasir og vmsir bafa bent á, leikur skáldið sér hér að andstæðum:
hraðkvæðr: glapmáll; hilmir (höfðingi): gloggvingar (nízkir menn, smásálir);
opinspjallr: þagmælskr; jöfurs dáð: þjóðlygi, en þar teflir hann jöfri á móti
þjóð og dáðum gegn lygi (svikunV og getum vér sagt, að hann herði á þessum
orðaleik sínum með vissum hætti i orðinu þagmælskr, sem felur sjálft í sér and-
stæður.
Skáldið rifjar nú fyrst upp í stó, kostlegum vísum dirfskuför sína á fund
Eiríks blóðöxar, og þó að honum þætti konungur harður undir brún að líta, þorði
hann samt að þylja honum kvæði eða bera markar dróttni bólstrverð maka
hæings,/svát Yggs full/ýranda kom/at hvers manns/hlusta munnum.
Né hamfagrt
hölðum þótti
skaldfé mitt
at skata húsum,