Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 58
56 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI ur, er skera skal. I kenginn á örmum örvarinnar er kaðallinn bundinn. Skot- hylkið er með hólfi í miðju, að þvermáli er það 2V2 þumlungur. Hér um IV2 pund púðurs er í hverri helft skothylkisins; aftari helft púðursins kastar ör- inni, en í gegnum hólfið er gat og þar í gegnum kviknar í fremri hlutanum og rífur hvalinn í sundur, svo hann bráðdeyr komi skotið inn í hann; svo er ráð fyrir gert, að örin öll fari á kaf í hvalinn, til þess að armar karmsins standi fyrir. Þegar skip þetta kom hér inn, voru þeir bágstaddir; voru þá smiðir fengnir og varð þeim hjálpað, síðan hefur Roys verið að láta mig gera sitthvað við byss- ur þessar og annað fleira, er honum þótti að vera. Allir skipverjar tala ensku nema einn, sem talar þjóðversku. Fyrsta daginn, er einn af bræðrunum (þeir eru þrír á skipinu) fór út, skaut hann þrjá hvali, tveir sukku hér á Reyðarfirðinum, hann kenndi það ólagi á byssunum, sem hann er að láta gera við; en einn með lífi nokkru rann til hafs með 80 faðma langan kaðal, og kenndi Roys það líka ólagi á byssunum, sem hann og svo er að láta gera við. Vildu slíkir menn staðnæmast hér við land, mundi það koma landsbúum að góðu, t. a. m. ef hvalina ræki upp. Roys vill þá ekki eldri en þriggja daga eftir að skotnir eru. Frá þeim degi vill hann gefa þá eða selja fyrir lítið verð sinn hlut í þeim, og héldi hann vel fram að drepa þá, kynni einhvern að reka upp til okkar, sem yrði almennt gagn af. Hann hefur vél eina til hvalaskurðar, og aðra til bræðslu. Allt á skipinu er óbrotið; útlit, klæðnaður og háttsemi skipverja svipað því sem hjá íslenskum. Nú er Roys lagður út, en kemur inn aftur bráðum, og hefur haft við orð, yrði hvalagengd hér inni, að reyna við þá. Vinsamlegast, Norðanfari sæll.“ II Tíðindamaður Norðanfara, Jónas Símonarson, var um þessar mundir ungur og upprennandi bóndi, 27 ára að aldri. Hafði hann nýlega tekið við búi á föður- leifð sinni. Jónas var orðlagður atorkumaður, smiður mikill og með afbrigðum verklaginn. Hann varð síðar einn af helstu forgöngumönnum fríkirkjusafnaðar á Reyðarfirði. Hvalveiðiskip það, sem fyrirvaralaust var komið inn á leguna hjá Svína- skálabónda, Reindeer, var stórt seglskip af svonefndri barkskipagerð, eitt hinna mörgu hvalveiðiskipa Bandaríkjamanna, sem leituðu nú æ víðar fanga. Uti fyrir ströndum Norður-Ameríku höfðu verið hvalamið auðug svo lengi sem sögur fóru af. Strax og Ameríkuþjóðum óx fiskur um hrygg, tóku þær að hagnýta sér þessi gæði, og höfðu Bandaríkjamenn þar forystuna. Lengi vel var búrhvalurinn það hvalakyn, sem Bandaríkjamenn veiddu langmest. Fyrst fóru veiðar þessar aðallega fram inni á fjörðum og flóurn, en upp úr miðri 18. öld hófst búrhvalaveiði Bandaríkjamanna úti á opnu hafi. Veiðiskipin stækkuðu, og smám saman var tekið að leita á fjarlægari slóðir. Vesturheimsmenn veiddu búr- hvalinn sem áður, en tóku nú einnig að eltast við aðrar hvalategundir. A fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.