Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 97

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 97
andvari KENNING LORDS OG PARRYS 95 c (samtal), d1 (bréf), d2 (svar), b2 (svar). í stuttu máli kljúfa c- og d-stefin b-stefið, jafnframt því að endurspegla það og a-stefið. Hægt er að átta sig á stefjagerð ólíkra kvæðamanna með því að bera saman margar gerðir sama kvæðis. Sé þetta gert, kemur skýrt í ljós, að munurinn liggur helzt í því, hversu fljótt kvæðamaðurinn kýs að fara yfir sögu í hverju stefi. Þetta á einkum við í lýsingum á búnaði manna og hesta, bardögum, samkomum og öðru slíku. Hins vegar eru allar þess háttar lýsingar, hversu nákvæmar og langdregnar sem þær geta orðið, alltaf í mjög hefðbundnum stíl. Af framansögðu leiðir, að búningur tiltekins stefs er síbreytilegur frá einu kvæði til annars, þótt hugmyndirnar séu ávallt hinar sömu. Það er einmitt þetta atriði, sem þeir Lord og Parry telja að valdi því, að stundum verður ósamræmi innan sama kvæðis. Til dæmis getur komið fyrir, að búnaður hetjunnar verði harla ósamstæður frá einu stefi til annars, ef kvæðamaðurinn gætir sín ekki þeim mun betur. Eins og áður var getið, er sams konar fyrirbæri vel þekkt úr kviðum Hómers. Frávik af þessu tagi eru þó hverfandi miðað við þau öfl, sem binda stefin sam- an, svo að úr verði heilsteypt kvæði. Upphaf, miðkafli og niðurlag eru vel af- mörkuð í aristótelískum anda. Einnig er söguþráður skýr og rás atvika eðlileg. Þá má geta þess, að algengt er, að tiltekin stef laðist hvert að öðru, og loks hjálpar hlutbundið efnisval þessa kveðskapar til að styrkja hvert kvæði sem sér- staka heild. Túlkun tnunnlegs kveðskapar. Að dómi þeirra Lords og Parrys hljóta þeir eiginleikar, sem eru ráðandi í tilurð munnlegs kveðskapar, einnig að hafa áhrif á túlkun hans. 1 þeim efnum telja þeir flest hugtök hefðbundinnar bókmenntafræði meira og minna út í bláinn, enda lítið um frumleika og stílbrögð í snðurslafneskum sagnakveðskap. Einnig er ókleift að beita þeim vinnubrögðum, sem tíðkast í handritafræði, þar sem hvorki er hægt að tala um höfund né frumtexta í tengslum við þennan kveðskap. Lítum fyrst á höfundarhugtakið. Sá eignaréttur, sem í því felst, er ekki til í þessari kveðskaparhefð. Nýtt kvæði lifir því aðeins, að því takist að vinna sér sess 1 flutningi annarra kvæðamanna en höfundar eins. Það er því aðlögun að ríkj- andi hefð, sem skapar kvæðinu örlög. Hér skiptir höfundurinn engu máli, hvorki nafn hans né uppruni, enda varðveitist ekkert slíkt. Svipuðu máli gegnir um frumtexta. Fyrir kvæðamanni er engin ein gerð kvæðis upphaflegri en önnur, þó svo að hann væri sjálfur höfundur þess. Ef haft er í huga, að kvæðamenn læra nær undantekningarlaust öll sín ljóð hver af öðrum, verður þetta atriði enn ljósara. Hver flutningur kvæðisins er í raun frum- flutningur, sem felur í sér nýsköpun og varðveizlu. Hér verður því að líta á allar gerðir sem jafnréttháar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.