Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 10
8
JÓN JÓNSSON
ANDVARI
orðnu síldinni smám saman, þegar kynþroskinn fer í hönd (B. Sæm. 1926).
(3) . Eigi er vitað, hvar stórsíldin safnast saman eftir hrygninguna í
maí og júní (Johansen 1927), en aðalstofninn virðist fylgja Golfstraumn-
um norður með Vesturlandi (B. Sæm. 1926).
(4) . Vorgotssíldin, sem veiðist við Norðurland á sumrin, er sama kyns
og sú, sem togarar veiða við og við á vetrarvertíð við S-land, og er það
einnig sönnun þess, að norðlenzka síldin hrygni við s-ströndina (Johan-
sen 1927).
(5) . Upp úr haustjafndægri hverfur síldin frá norðurströndinni, og
leitar þá þorrinn af henni sennilega til hafs vestur og suður fyrir land til
þess að dvelja þar til næsta vors. Leitar hún Jrá upp undir landið til Jjess
að hrygna (B. Sæm. 1926).“
Arni fékk strax mikinn áhuga á því að rannsaka nánar hrygningar-
stöðvar íslenzku síldarstofnanna, og hefur hann nú orðið varðandi undir-
húning þeirra rannsókna (Norðurlands-sildin, bls. 217):
,,Árið 1934 fór ég að hugsa um, hvort ekki væri rétt að gera tilraun
til þess að finna hrygningarstöðvar vorgotssíldarinnar, gera uppdrátt af
hrygningarsvæðinu og hefja undirbúning þess, að veiða síldina í stórurn
stíl á hrygningarstöðvunum, líkt og Norðmenn og fleiri gera hjá sér. Mér
eins og öðrurn Jrótti fullsannað Jrá, að lifnaðarháttum síldarinnar væri
háttað, eins og að framan var greint. Hér var um að ræða einhvern stærsta
síldarstofninn í höfurn Evrópu, og í hann höfðum við íslendingar áður
leitað fanga í aðeins tvo mánuði hvers árs, á meðan aðrar þjóðir gátu
veitt síld við strendur landa sinna allan ársins hring. Á fjárlögunum fyrir
árið 1935 veitti Aljúngi kr. 10.000 til kaupa á áhöldum vegna fyrirhug-
aðra rannsókna á hrygningarstöðvum síldarinnar. Upp úr nýári 1935 fór ég
til Englands og Þýzkalands til þess að kynna mér síldveiðar með hotn-
vörpu, en um haustið 1934 hafði ég dvalið nokhra daga í Vestmannaeyj-
um og haft tal af sjómönnum þar til þess að fá leiðheiningar, sem mættu
verða mér til aðstoðar, þegar starfið hæfist. Aðalfjárupphæðin, sem veitt
var á Alþingi, fór til Jress að afla bergmálsdýptarmælis í Þór, en á því skipi
skyldu rannsóknirnar gerðar. I ferðinni til útlanda aflaði ég ýmissa áhalda,
sem nauðsyn var á, t. d. keypti ég stóra enska síldarvörpu (90 f.) eins og
þá, sem enskir togarar hafa notað í Norðursjónum, smásíldarvörpu (Bris-
linge-Travvl), þýzka síldarvörpu (26 f.) fyrir báta, áhöld til þess að rann-
saka botninn (botngreipar) og ýmislegt fleira. Ríkisstjórnin léði svo skipið