Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 42
ÁRNI KRISTJÁNSSON: Franz Schubert Útvarpserindi flutt á 150. ártíð tónskáldsins. Á árinu 1977 minntust menn 150. ártíðar Ludwigs van Beethovens um heim allan. Rúmlega hálfu öðru ári síðar, 1978, voru jafnmörg ár liðin síðan Franz Schubert leið. Beethoven varð ekki gamall maður á nútíma mælikvarða. Hann dó á 57. aldursári, farinn að kröftum. Ævi Schuberts varð miklu skemmri. Hann lifði að- eins 31 ár. Útför Beethovens fór fram með mikilli viðhöfn, er hæfði slíku ofur- menni. LFm tuttugu þúsund manns fylgdu til grafar líkvagni „hershöfðingja tón- listarmanna“, eins og kona ein í líkfylgdinni kallaði hann, þ. á m. 9 prestar, mörg fyrirmenni og allur skari listamanna borgarinnar. Útför Schuberts var fáskrúðugri, - hún fór fram í kyrrþey í viðurvist fjölskylduliðs hans og vina, enda var Schubert 26 árum yngri maður en Beethoven og í lifanda lífi aðeins óbreyttur liðsmaður í röðum tónskáldanna. Það var því ekki að undra, þótt viðskilnaður og útför þessara tveggja miklu andans manna og snillinga sögunnar yrði með ólíkum hætti. Beethoven dó sem hetja. Hann hafði lifað tímana tvenna, hann var tímamóta- maður, í mörgu barn frönsku stjórnarbyltingarinnar, frelsishetja nýrrar tíðar, sem í krafti upprunaleika síns braut niður gamalt og ruddi nýju braut inn í heim listarinnar og varð þannig leiðtogi allra, er á eftir honum kornu, andlegur jöfur eða hertogi. Beethoven lifði ekki aðeins stjórnbyltinguna, heldur og Napóleons- stríðin, sem á eftir fóru, og hann dáðist að Bonaparte allt til þess er hann lét krýna sig til keisara. Eftir ósigur Napóleons og friðarfund sigurvegaranna í Vínar- borg 1815 kom nýr, afturhaldssamari tíðarandi til sögunnar. Austurríkiskeisari varð stöðugri í sessi og stjórnaði ásamt ráðgjafa sínum, Metternich fursta, með harðri hendi og bældi niður allar pólitískar frelsishreyfingar. Ritverðir keisarans eða Metternichs sáu svo um, að ekkert kæmi frarn í orði eða riti, er truflað gæti andlega værð almúgans, sem nú, eftir að frelsisvíman var af honum runnin og kyrrð komin á í landinu, átti að stunda „fagurt mannlíf“ og gæta borgaralegs velsæmis í hvívetna. Lífið birtist í þægilegum, þokkafullum formum, er bezt lét, og var þetta góðborgaralega þjóðfélag síðar kennt við „Biedermeier", tilbúið nafn, er átti að tákna smáborgarann, sem hélt að sér höndum í stjórnmálum og lét hvers- dagsvitið ráða orðum sínum og gerðum. Þetta tímabil er talið hafa haldizt frá því er sól Napóleons gekk til viðar við Waterloo 1815 og fram til byltingarársins 1848.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.