Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 76
74
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
enska tungu til mikillar hlítar bæði af umgengni við enskumælandi menn og lestri.
A uppvaxtarárum Guttorms við Islendingafljót var þess utan töluverður sam-
gangur Islendinga við Indjána þar, svo að þannig kynntist hann einnig við fulltrúa
menningarsvæðis sem þá voru á undanhaldi og máttu kallast ,,minnihlutahópur“
eins og Islendingar sjálfir.
Guttormur ólst upp við nær ómennskt liörð og kröpp kjör. Landareign for-
eldra hans við Islendingafljót var í upphafi óruddur frumskógur, óræst land fullt
með fen og pytti. Náttúruhamfarir herjuðu á ókunnuga frumbyggjana. Þannig urðu
þau fyrir þungum búsifjum af völdum stórflóðs árið eftir að Guttormur fæddist.
Auk búskaparins bjargaðist faðir Guttorms við daglaunavinnu. Strit og harðræði
lögðu foreldrana í gröfina fyrir aldur fram. Móður sína missti Guttormur sjö ára
gamall og faðir hans lést níu árum síðar. Eftir það spilaði hið verðandi skáld
upp á eigin spýtur.
Um mikla skólavist var ekki að ræða fyrir Guttorm. Hann naut fyrst tilsagnar
móður sinnar sem var bókfróð og skáldmælt. Síðar var hann óreglubundið í barna-
skólum en eftir sextán ára aldur var stopulli skólagöngu hans lokið.
Þá tóku við ár margvíslegrar erfiðisvinnu. Hann starfaði að járnbrautarlagn-
ingu, skógarhöggi, uppskeruvinnu, fiskveiðum, byggingarvinnu og sölumennsku.
Hann nam land í svonefndri Grunnavatnsbyggð og var þar við búskap skamma
hríð en 1910 keypti hann landnámsjörð foreldra sinna, Víðivelli við íslendinga-
fljót, og bjó þar hartnær til æviloka en hann lést í Winnipeg 23. nóv. 1966.
IV
Frá hendi Guttorms Iiggja þrjár greinar bókmennta: ljóð, leikrit og ritgerðir,
einkum ferða- og minningaþættir.
Ljóðagerð hans er mest að vöxtum.
Eftir hann komu út fimm kvæðabækur: Jón Austfirdingur, Winnipeg 1909;
Bóndadóttir, Winnipeg 1920; Gaman og álvara, Winnipeg 1930; Hunangs-
flugur, Winnipeg 1944; Kanadaþistill, Reykjavík 1958.
Auk þess kom út í Reykjavík 1947 heildarsafn ljóða hans fram til þess tíma,
Kvædasafn, er Arnór Sigurjónsson sá um og ritaði fyrir greinagóðan formála,
„Guttormur }. Guttormsson og kvæði hans“. Enn komu út í Reykjavík 1976 Kvœdi
- úrval sem Gils Guðmundsson og Þóroddur Guðmundsson sáu um útgáfu á. Þar
voru tekin með nokkur kvæði úr síðasta ljóðabókarhandriti Guttorms, Útgöngu-
versum, sem enn hafa ekki birst í heild.
Efnislega er Jón Austfirdingur næsta einsteypt bók. Að undanskildum þrem-
ur kvæðum er þetta samfelldur flokkur frásöguljóða þar sem rakin er saga lóns
bónda og fjölskyldu hans úr Fljótsdal eystra sem flyst til Manitoba í Kanada fyrir
fortölur og áeggjan „vesturfaraagents“.
Þetta er saga hörmunga og margháttaðra þrauta, nokkurs konar vestur-íslensk
„Jobsbók".