Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 76

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 76
74 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI enska tungu til mikillar hlítar bæði af umgengni við enskumælandi menn og lestri. A uppvaxtarárum Guttorms við Islendingafljót var þess utan töluverður sam- gangur Islendinga við Indjána þar, svo að þannig kynntist hann einnig við fulltrúa menningarsvæðis sem þá voru á undanhaldi og máttu kallast ,,minnihlutahópur“ eins og Islendingar sjálfir. Guttormur ólst upp við nær ómennskt liörð og kröpp kjör. Landareign for- eldra hans við Islendingafljót var í upphafi óruddur frumskógur, óræst land fullt með fen og pytti. Náttúruhamfarir herjuðu á ókunnuga frumbyggjana. Þannig urðu þau fyrir þungum búsifjum af völdum stórflóðs árið eftir að Guttormur fæddist. Auk búskaparins bjargaðist faðir Guttorms við daglaunavinnu. Strit og harðræði lögðu foreldrana í gröfina fyrir aldur fram. Móður sína missti Guttormur sjö ára gamall og faðir hans lést níu árum síðar. Eftir það spilaði hið verðandi skáld upp á eigin spýtur. Um mikla skólavist var ekki að ræða fyrir Guttorm. Hann naut fyrst tilsagnar móður sinnar sem var bókfróð og skáldmælt. Síðar var hann óreglubundið í barna- skólum en eftir sextán ára aldur var stopulli skólagöngu hans lokið. Þá tóku við ár margvíslegrar erfiðisvinnu. Hann starfaði að járnbrautarlagn- ingu, skógarhöggi, uppskeruvinnu, fiskveiðum, byggingarvinnu og sölumennsku. Hann nam land í svonefndri Grunnavatnsbyggð og var þar við búskap skamma hríð en 1910 keypti hann landnámsjörð foreldra sinna, Víðivelli við íslendinga- fljót, og bjó þar hartnær til æviloka en hann lést í Winnipeg 23. nóv. 1966. IV Frá hendi Guttorms Iiggja þrjár greinar bókmennta: ljóð, leikrit og ritgerðir, einkum ferða- og minningaþættir. Ljóðagerð hans er mest að vöxtum. Eftir hann komu út fimm kvæðabækur: Jón Austfirdingur, Winnipeg 1909; Bóndadóttir, Winnipeg 1920; Gaman og álvara, Winnipeg 1930; Hunangs- flugur, Winnipeg 1944; Kanadaþistill, Reykjavík 1958. Auk þess kom út í Reykjavík 1947 heildarsafn ljóða hans fram til þess tíma, Kvædasafn, er Arnór Sigurjónsson sá um og ritaði fyrir greinagóðan formála, „Guttormur }. Guttormsson og kvæði hans“. Enn komu út í Reykjavík 1976 Kvœdi - úrval sem Gils Guðmundsson og Þóroddur Guðmundsson sáu um útgáfu á. Þar voru tekin með nokkur kvæði úr síðasta ljóðabókarhandriti Guttorms, Útgöngu- versum, sem enn hafa ekki birst í heild. Efnislega er Jón Austfirdingur næsta einsteypt bók. Að undanskildum þrem- ur kvæðum er þetta samfelldur flokkur frásöguljóða þar sem rakin er saga lóns bónda og fjölskyldu hans úr Fljótsdal eystra sem flyst til Manitoba í Kanada fyrir fortölur og áeggjan „vesturfaraagents“. Þetta er saga hörmunga og margháttaðra þrauta, nokkurs konar vestur-íslensk „Jobsbók".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.