Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 23
ANDVARI
ÁRNI FRIÐRIKSSON
21
hlut okkar í skarkolaveiðum, senr væri einungis sjö af hundraði af heildar-
skarkolaveiðum á IslandsmiSum.
AriS 1944 birti Árni þýSingu sína á riti dr. E. S. Russels, er hann
nefndi ArSrán fiskimiSanna. Dr. Russel var forstjóri fiskirannsóknanna í
brezka landbúnaSar- og fiskimálaráSuneytinu. Bók þessi er safn fyrir-
lestra, er hann hélt viS Johns Hopkins háskólann í Baltimore í Banda-
ríkjunum og birtust fyrst opinberlega áriS 1941. Höfundur gerir þar á
mjög Ijósan hátt grein fyrir nýtingu hinna einstöku fiskstofna, fiskirann-
sóknum, eySingu miSa, ofveiSi í Ijósi nútímaþekkingar og takmörkun á
fiskveiSum. Bók þessi var sannarlega hinn mesti hvalreki á fjörur íslenzkr-
ar fiskfriSunarstefnu, því aS nokkur af helztu dæmum þeim, sem dr.
Russel tilgreinir um ofveidda fiskstofna, eru einmitt um veiSar Breta á
IslandsmiSum.
Árni FriSriksson var lágur rnaSur vexti, en þreklegur, liöfuS stórt og
hvelft enni, augun hlá. Mjög snöggur í öllum hreyfingum. DagfarsgóSur
og oftast meS spaugsyrSi á vör. Hann var hin mesta hamhleypa til allrar
vinnu og hélt óbiluSu starfsþreki fram undir þaS síSasta. Gluntana gat
hann sungiS meS vinurn sínum fram undir rnorgun, en kom jafngóSur
til vinnu nokkru síSar. Frásannarhæfileikar hans voru einstakir, enda
O
var hann á sínum tíma einn af vinsælustu útvarpsfyrirlesurum þjóSar-
innar.
Árni átti víStæk áhuoamál utan fiskifræSinnar. Hann var fæddur
O
fræSari og skrifaSi margt um almenna náttúrufræSi. Hann var vel aS sér
í grasafræSi og átti töluvert plöntusafn. Frímerkjasafnari var hann mikil'l,
og eins átti hann mikiS safn bóka, er hann tók meS sér utan til Danmerk-
ur. Hann átti margar rnerkar fræSihækur og mjög stórt safn sérprentana
á sviSi náttúrufræSi. Er nú mikiS af þessu í eigu Hafrannsóknastofnunar-
innar, en þó mátti ekki tæpara standa, aS þaS lenti á sínum tíma allt til
Bandaríkjanna.
Arni var ritstjóri NáttúrufræSingsins frá 1931-1941; lengi meSrit-
stjóri Zoology of Iceland. Hann var í stjórn NáttúrufræSifélagsins 1933-
1940, en forseti Vísindafélags Islendinga 1935-1937. Skógrækt lét hann
mjög til sín taka og var formaSur Skógræktarfélags íslands árin 1935-1936,
°g í VeiSimálanefnd sat hann árin 1940-1953. Þá var hann formaSur
félagsins ,,Germanía“ árin 1939-1946,